Drög að vimiðum fyrir handleiðslu og endurmenntun

Vinnuhópar innan SATÍS hafa á undanförnum mánuðum unnið að drögum um viðmið fyrir handleiðslu og endurmenntun Atferlis-/hegðunarfræðinga á Íslandi.

Nú leita þau til félagsmanna og hvetja alla til að kynna sér þessi drög og gera athugasemdir eða spyrja spurninga út í þessi drög.

Hér er hægt að setja inn athugasemdir og eru þær allar nafnlausar.

Hægt verður að setja inn athugasemdir frá 9 oktober 2023- 9. febrúar 2024.

Stjórn og vinnuhópar hvetja sem flesta til að segja síðan skoðun.

Drog-ad-Handleidsluvidmidum

Drog-ad-reglum-um-endurmenntun

Ráðstefnan 2023 – Dagskrá fimmtudags-

Fyrri dagur ráðstefnunnar verður allur á íslensku en erindi á föstudegi eru flutt á ensku.

Öll dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um fyrirlesara er HÉR

Skráning fer fram á HÉR

Ráðstefna 2023- GESTAFYRIRLESARAR

Nánari upplýsingar um fyrirlesara má finnna HÉR

Skráning fer fram HÉR

Facbook síða ráðstefnunnar er HÉR

Ráðstefna 2023

Skráning fer fram á Tix

Fræðsludagur SATÍS 2022

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) boða til fræðsludags þriðjudaginn 13. september frá kl. 13-16.

Fræðsludagurinn verður í Safnarhúsinu, Hverfisgötu 15 (Lestrarsalur)


DAGSKRÁ

13:00 – 14:00 Dr. Maurice Feldman
Parent Early Detection and Intervention of Autism Signs in Infants At-Risk

14:00 – 14:30 Sigríður Lóa Jónsdóttir
Að bera kennsl á einhverfu snemma

Kaffihlé

14:45 – 16:00 Sérfræðivottun og lögverndun fyrir atferlisfræðinga: Pallborðsumræður

VERÐ
Meðlimir SATÍS: 3500
Nemendur: 2500
Aðrir: 4500

Heimasíða í vinnslu

Á seinasta aðalfundi 10 maí sl var kosið um að breyta SATÍS í fagfélag. Með þessum breytingum munu lög félagsins breytast sem og hlutverk þess. Við erum að vinna í að breyta heimasíðunni og biðjum ykkur um að sýna okkur þolinmæði meðan sú vinna er í gangi.

Lög félagsins, sem samþykkt voru á aðalfundi 10 maí 2022, hafa þó verið uppfærð og hægt er að sjá þau hér

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti á satis.felag@gmail.com

kærar kveðjur

Stjórn SATÍS

Ráðstefna um atferlisgreiningu 2021

RÁÐSTEFNA UM ATFERLISGREININGU 2021

Facebook viðburður um ráðstefnuna

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda í sjötta skiptið ráðstefnu um atferlisgreiningu. Í þetta skiptið fer hún fram á Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 4. nóvember og föstudaginn 5. nóvember 2021. Ráðstefnan er einn og hálfur dagur.
Ráðstefnugjald er 28.000 kr. en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 23.000 kr. Nemar greiða 16.000 kr en framvísa verður vottorði frá nemendaskrá til að fá nemendaafslátt. Senda skal vottorðið á satis.felag@gmail.com. Innifalið í ráðstefnugjaldi er kaffi/te á fimmtudeginum (kl. 13-16) og kaffi/te auk hádegismatar á föstudeginum (8:30-16).
Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta en í þetta sinn fáum við til okkar fimm erlenda gestafyrirlesara auk fjölda innlendra erinda um fjölbreytt málefni.
Dagskrá

Fimmtudagurinn 4.nóvember

13:00 – 13:10 Dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir, formaður SATÍS, setur ráðstefnuna

13:10 -13:25  Berglind Þorsteinsdóttir, atferlisfræðingur, Háskólinn í Reykjavík

The effects of token reinforcers on children´s instrinsic motivation for school tasks

13:30 – 13:45 Dr. Anna Lind Pétursdóttir, prófessor, Háskóli Íslands

Hvatningarleikurinn við bekkjarstjórnun: Framkvæmd og áhrif á samskipti, hegðun og námsástund

13:50-14:05  Erna Dögg Pálsdóttir, Háskólinn í Reykjavík og Arnarskóli

Það er vont og það versnar”: Greining á erfiðleikum við að fara úr einu verkefni í annað

14:10-14:30  Kaffihlé

14:30—15:10 Dr. Kristín Guðmundsdóttir, lektor, Háskólinn á Akureyri

Komdu að dansa! Snemmtæk atferlisíhlutun dreifbýlisbarna með fagþjónustu sérfræðinga. Mat á áhrifum foreldraþjálfunar á færni barns og fjölskyldu

15:15—15:30  Dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir, BCBA

Viðmið fyrir atferlisfræðinga á íslandi

16:00-18:00 Veggspjaldasýning – höfundar kynna sín veggspjöld

Föstudagurinn 5. nóvember

8:30 – 9:30 Dr. Janet Twyman, BCBA, Chief Learning Scientist at blast: A Learning Sciences Company

The future is now: fusing behavior analysis, technology and education

9:40 – 10:00 Kaffihlé

10:00-10:45  Andrew Kieta, assistant director hjá Morningside Academy

Expanding our reach: using behavior analysis to teach thinking and reasoning

10:50-11:50  Dr. Rebecca MacDonald, BCBA-D, The New England Center for Children

Early markers of autism in infant siblings

12:00-13:00  Hádegismatur

13:00 – 13:45 Stian Orm doktorsnemi, Sjúkrahúsið í Lillehammer og Dr. Jon Arne Lokke, dósent, Háskólinn í Østfold

Self management: From social exclusion to inclusion

13:50—14:20  Dr. Karl Fannar Gunnnarsson, BCBA, Southern Illinois University

Three questions about delay discounting and brain injury: is it stable? Are there links between discounting and socially significant behavior? Can discounting be altered?

14:30 – 15:00 Kaffihlé

15:00-15:15 Dr. Rebecca MacDonald , BCBA-D, The New England Center for Children

Social referencing to teach social skills

15:20—15:35 Dr. Janet Twyman, BCBA, Chief Learning Scientist at blast: A Learning Sciences Company

Digital ed tech: inspiration and exploration

Hér er Dagskrá ráðstefnunnar á pdf formi

Skráning er hafin og er hægt að skrá sig hér

Aðalfundur SATÍS

Kæru Meðlimir SATÍS

Vegna aðstæðna í samfélaginu þá höfum við ákveðið að fresta aðalfundi SATÍS fram á haust 2020.

 

Nánair dagsetning verður tilkynnt síðar.

 

Bestu kveðjur

Stjórn SATÍS

Vinnustofa Fellur niður

Góðan daginn,

Vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir höfum við í stjórn SATÍS tekið þá ákvörðun að fresta vinnustofunni sem átti að vera núna í þessari viku um óákveðinn tíma. Tölvupóstur hefur verið sendur á þá þátttakendur sem voru búnir að skrá sig. Þegar ný dagsetning verður ákveðin mun vinnustofan aftur verða auglýst og hægt að skrá sig. Skráning þeirra sem voru nú þegar búnir að skrá sig mun haldast og þurfa þeir ekki að skrá sig aftur.
Kær kveðja
Stjórn SATÍS

Vinnustofa SATÍS Gerð einstaklingsnámsskrár fyrir nemendur í atferlisíhlutun

Dagana 28 og 30 apríl munu Samtök um Atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða upp á vinnustofur um gerð einstaklingsnámskrár fyrirnemendur í snemmtækri atferlisíhlutun.

Fyrir hverja er vinnustofan?
Vinnustofan er ætluð fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla sem vinna með nemendum með þroskafrávik í
atferlisíhlutun. Þátttakendur skulu vera búnir að fylla út í færnimatslista að eigin vali (t.d. ABLLS-R, VB-MAPPeða listann úr bókinni Behavioral Intervention for Young Children with Autism, „(gráa bókin“)fyrir að minnsta kosti einn nemanda.

Lýsing á vinnustofu

Vinnustofunni verður skipt upp í tvo daga. Á fyrri deginum verður farið yfir mismunandi færnimatslista og hvernig skal setja upp viðeigandi og mælanleg markmið út frá niðurstöðum færnimatslista. Í lok fyrsta dags fá þátttakendur heimaverkefni sem þeir vinna að fyrir dag tvö. Á seinni deginum verður farið yfir heimaverkefniþátttakenda og hvernig má kenna mismunandi færni með aðferðum atferlisíhlutunar.

Markmið

  • Að þátttakendur þekki til þeirra færnimatslista sem eru notaðir mest í atferlisíhlutun í íslenskum
    leik- og grunnskólum
  • Að þátttakendur læri að velja viðeigandi markmið út frá mati á færni og með óskir skjólstæðingsins
    og/eða fjölskyldunnar að leiðarljósi
  • Að þátttakendur kunni að setja niður mælanleg markmið og geti skilgreint hvernig metið sé að
    færni sé lærð
  • Að þátttakendur geti útskýrt hvernig skuli kenna þá færni sem sett er í einstaklingsnámsskrá og
    hvernig hún verði mæld

Leiðbeinendur á námskeiðinu:
Ása Rún Ingimarsdóttir MSc, BCBA. Atferlisfræðingur í Klettaskóla
Berglind Sveinbjörnsdóttir, PhD, BCBA. Lektor við Háskólann í Reykjavík
Hólmfríður Ó. Arnalds, MSc, BCBA. Atferlisfræðingur á Greiningar- og
Ráðgjafarstöð Ríkisins
Katrín Sveina Björnsdóttir, MSc. Atferlisfræðingur á Greiningar- og
Ráðgjafarstöð Ríkisins
Steinunn Hafsteinsdóttir, MSc, BCBA. Fagstjóri í Arnarskóla

Top