Ný stjórn velkomin til starfa:)

Sælir kæru meðlimir SATÍS

Nú er aðalfundi farsællega lokið og hefur  fundarerð auk annarra mikilvægra upplýsinga um störf og bókhlad fráfarandi stjórna verið send á meðlimi SATIS.

Við bjóðum kærlega velkomna nýja stjórn til starfa sem við vitum að mun standa sig með stakri prýði.

 

Bára Kolbrún Gylfadóttir er okkar nýji formaður

Gyða Dögg Einarsdóttir er okkar nýji ritari 

Helgi Karlsson heldur áfram sm gjaldkeri

 

Fráfarandi stjórn þakkar kærlega fyrir sig og skilar af sér formlega, störfum sínum, til nýrrar stjórnar.

180262_10150864763858026_582121914_n

Posted in Uncategorized

SATÍS 10 ára í dag:)

Í ár er tíunda starfsár félagsins og er það mikið fagnaðarefni. Stjórnarbreytingar verða nú í haust á aðalafundinum sem verður haldinn 26.ágúst eins og auglýst var fyrir nokkru síðan.

Stjórnin óskar eftir áhugasömum í afmælisnefnd til aðstoðar við framkvæmd afmælisviðburðar SATÍS sem verður núna í haust.

Þegar hafa tvö framboð borist eitt til formanns og eitt til ritara og óskum við eftir fleiri framboðum fyrir aðalfund ef einhver hefur áhuga á að gegna slíku starfi í hjáverkum:)

Kæru SATÍS félagar til hamingju með daginn !

Kveðja Stjórnin

10years_fullsize_story1

 

Posted in Uncategorized

Aðalfundur SATÍS og fleira

Kæru meðlimir SATÍS,

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi SATÍS fram yfir sumarfrístímann svo sem flestir geti vonandi mætt. Því miður varð okkur á að halda ekki fundinn núna í maí eins og lög kveða á um og verðum við bara að biðjast innlegrar afsökunar á því. Ef satt skal segja vorum við enn í sæluvímu af yndislega vel heppnaðri ráðstefnu með „verbal behavior“ þema og frábærum vinnusmiðjum og erindum.  Hér eru myndir frá ráðstefnunni.

1016903_10202258569800460_1446639720_n 1463898_10202251792871041_851534550_n 1607111_10202258600681232_1949942447_n 10178117_10202258606001365_1835603365_n 10151889_10202251797431155_732538444_n 10013926_10202258604521328_496555916_n 1979657_10202258617361649_217967053_n

 

 

Núna á næstunni verðum við með þrjá viðburði:

-          Bjórkvöld þann 26. júní á Loftinu. Mæting klukkan 19:00 og eru fyrstu 10 drykkirnir í boði SATÍS

-          Aðalfundur félagsins þann 26. ágúst klukkan 17:00, líklega á Aragötunni þar sem hann var haldinn síðustu tvö skipti. Léttar veitingar verða í boði SATÍS.

- Afmælisviðburður SATÍS þar sem það verður 10 ára í ár – nánar auglýst síðar.

Þar sem kosning mun fara fram á þeim fundi er skynsamlegt fyrir félagsmenn að fara að huga að framboði til formanns og ritara þar sem komið er að stjórnarskiptum. Gjaldkeri situr hinsvegar áfram í stjórn til eins árs í viðbót.

 

Góðar stundir!

Stjórnin

 

Posted in Uncategorized

Ráðstefna SATÍS 2014 – Dagskrá, verð og greiðsluupplýsingar

Ráðstefna SATÍS 2014 er á næstu grösum!  Hér má finna dagskrá, verð og greiðsluupplýsingar.

Frekari upplýsingar og umræður má finna á Fésbókarsíðu ráðstefnunnar: RÁÐSTEFNA SATÍS 2014

———————————————————————————————————————-
****DAGSKRÁ****  (Verð eru hér fyrir neðan)
———————————————————————————————————————-
Dagskrá SATÍS ráðstefnu 4. apríl 2014

Haldin í stofu H 207
09:00 – 09:10 Jóhanna Ella Jónsdóttir, formaður SATÍS, opnar ráðstefnu.
09:10 – 09:50 Dr. Caio Miguel – Research on Verbal Behavior and its Clinical Applications.
09:50 – 10:00 Umræður og fyrirspurnir.
10:00 – 10:20 Kaffihlé
10:20 – 10:40 Sigriður Lóa Jónsdóttir kynnir “Simple steps”.
10:40 – 11:00 Thelma Lind Tryggvadóttir – Beðið eftir greiningu: Hvað get ég gert á meðan?
11:00 – 11:20 Steinunn Hafsteinsdóttir – Gildi hugtaksins “Behavioral momentum” í atferlismeðferð við einhverfu.
11:20 – 12:00 Dr. Anna Ingeborg Pétursdóttir – Áhrif áreitapörunar á myndun málhljóða hjá börnum með einhverfu.
12:00 – 12:10 Umræður og fyrirspurnir.
12:10 – 13:00 Matarhlé- ráðstefnugestir fá afslátt af mat í Hámu
13:00 – 13:20 Atli Freyr Magnússon – Svefnvandi hjá börnum með þroskaröskun -Hagnýt ráð.
13:20 – 13:40 Thelma Lind Tryggvadóttir – Áhrif DI kennslu í stærðfræði á nám leikskólabarna í samanburði við aðra og enga kennslu.
13:40 – 14:00 G. Adda Ragnarsdóttir – Læs í vor. Dæmi um árangursríka lestrarkennslu með DI og PT á árunum 2001-2014.
14:00 – 14:30 Kaffihlé og póster
14:30 – 14:50 Jóhanna Ella Jónsdóttir – Kerfisgreiningar innan stofnana: Afhverju eru þær mikilvægar?
14:50 – 15:10 Dr. Zuilma Gabriela Sigurðardóttir – Misskilningur á misskilning ofan. Leiðréttum og segjum söguna heila.
15:10 – 15:50 Dr. Caio Miguel – Stimulus Equivalence Technology in Early Intensive Behavioral Intervention.
15:50 – 16:00 Umræður
16:00 – 16.30 Panel umræður
Plaköt verða sýnd í kaffi- og matartímum.
Vinnusmiðjur fara fram 3. apríl kl. 8.30-12.00 og 13.00-1630 í stofu H 101 í Stakkahlíð.
Vinnusmiðja 1, 08.30-12.00, Danielle LeFrance.
Vinnusmiðja 2, 13.00-16.30, Dr. Anna Ingeborg Pétursdóttir
——————————————————————————————————–
***VERÐ OG HVERNIG SKAL GREIÐA***
——————————————————————————————————–
Verðin eru eftirfarandi:
Ráðstefnan : 11.900 kr (félagsmenn: 8.900kr ; nemar 4.900)
Ein vinnustofa: 13.900 kr (félagsmenn: 10.500; nemar: 6.900)
Tvær vinnustofur 22.900 kr (félagsmenn: 16.900; nemar: 11.500)
Ein vinnustofa og ráðstefna: 20.900 kr (félagsmenn:15.500; nemar 10.500)
Allt saman: 34.900 kr (félagsmenn: 26.200; nemar: 17.500)
———————————————————————————————————
Nemar þurfa að senda inn staðfestningu á námi, t.d. frá Nemendaskrá, á satis.felag@gmail.com
———————————————————————————————————
Reikningsnúmer og kennitala:
——————————————-
Kt. 470904-2670
Rn. 515-14-403847
——————————————-
Þegar millifært er, vinsamlegast settu eftirfarandi númer í skýringu til að tilgreina hvað þú ætlar að skrá þig í: (1) fyrir ráðstefnuna, (2) fyrir vinnustofu Danielle LaFrance, (3) fyrir vinnustofu Önnu Ingeborgar Pétursdóttur.
Dæmi: Ef þú vilt fara á vinnustofu Danielle LaFrance og ráðstefnuna, þá myndir þú setja: 13 / 1-3, eða eitthvað svipað.

Einnig biðjum við þig um að senda staðfestingu fyrir greiðslu á
satis.felag@gmail.com.
——————————————————————————————————–

Kær kveðja,

Stjórn SATÍS

Posted in Uncategorized

CALL FOR PAPERS fyrir ráðstefnu SATÍS 2014

 

Ágætu SATÍS félagar og aðrir áhugamenn um atferlisgreiningu.

Við óskum hér með eftir erindum fyrir næstu ráðstefnu Samtaka um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) sem haldin verður 3. – 4. apríl 2014. Staðsetning verður auglýst síðar.

Hlutverk samtakanna er að kynna og koma á framfæri þekkingu á atferlisgreiningu sem leið til bættra lífsgæða og að styðja hagnýtar rannsóknir og frumrannsóknir á sviði atferlisgreiningar. Í samræmi við það tökum við til greina erindi á öllum sviðum atferlisgreiningar.

Þema ráðstefnunnar í ár verður málfar (verbal behavior).

Í samræmi við þemað verða aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar Anna Ingeborg Pétursdóttir, Caio Miguel og Danielle LaFrance.

Um fyrirlesara:

Anna Ingeborg er dósent í sálfræði við Texas Christian University. Hún er ritstjóri tímaritsins The Analysis of Verbal Behavior og aðstoðarritstjóri eins helsta vísindatímarits um atferlisgreiningu Journal of Applied Behavior Analysis. Jafnframt hefur hún stundað rannsóknir á sviði máltöku eða málfars um árabil.

Caio Miguel er dósent í sálfræði við California State University, Sacramento, og er fastur stundakennari í nokkrum öðrum háskólum. Hann hefur BCBA-D vottun og hefur verið ritstjóri allra helstu tímarita um atferlisgreiningu.

Danielle LaFrance er með BCBA vottun og meistaragráðu í atferlisgreiningu. Hún er ráðgjafi í vinnu með börnum með einhverfu og vinnur með Caio Miguel í rannsóknum á málfari.

Auk fyrirlestra verða Anna Ingeborg og Danielle LaFrance með vinnustofur á fyrri degi ráðstefnunnar. Danielle verður með vinnustofuna „From the Lab to the Living Room – Basics in the Application of Behavior Analysis“, þar sem  fjallað verður um hagnýta atferlisgreiningu í vinnu með börnum með einhverfu. Vinnustofa Önnu Ingeborgar mun fjalla um hvernig vinna megi með mál í snemmtækri atferlisíhlutun.

Við óskum bæði eftir erindum sem og veggspjöldum sem verða kynnt á síðari degi ráðstefnunnar. Hver fyrirlestur skal vera um 20 mínútur.

Senda skal óskir um að vera með erindi eða veggspjald á netfangið satis.felag@gmail.com. Skilafrestur er til 31. janúar 2014.

 

Kveðja,

SATÍS

 ———————————————————————————————————————————————————-

Dear SATÍS members and other interested parties.

The Call for Papers for the 2014 Convention of the Icelandic Association for Behavior Analysis (SATÍS) is now open. The convention will be held April 3 – 4, 2014. Location will be announced later.

Our goal is to advance knowledge on how the field of behavior analysis can enhance quality of life and to promote basic and applied research in behavior analysis. In accordance with that goal we will consider proposals in all areas of behavior analysis.

Our theme this year is verbal behavior.

Consistent with our theme, the 2014 Keynote Speakers will be Anna Ingeborg Pétursdóttir, Caio Miguel, and Danielle LaFrance.

Anna Ingeborg Pétursdóttir is an associate professor of Psychology at Texas Christian University. She has served on the editorial boards of major journals in the field of behavior analysis and is currently the Editor of the journal The Analysis of Verbal Behavior and the Associate Editor of the Journal of Applied Behavior Analysis. She has been doing research in the field of verbal behavior for many years.

Caio Miguel is an associate professor of Psychology at California State University, Sacramento and holds adjunct appointments at other universities. He is a Board Certified Behavior Analyst (BCBA-D) and has served on the editorial boards of all major behavior analytic journals.

 

Danielle LaFrance is a Board Certified Behavior Analyst (BCBA) and has a master´s degree in Applied Behavior Analysis. She is the Program Director of H.O.P.E Consulting, which provides services for children with Autism. She also does research on verbal behavior with Caio Miguel.

 

In addition to oral presentations, Anna Ingeborg and Danielle will be holding workshops on the first day of the conference. Danielle´s workshop is called “From the Lab to the Living Room – Basics in the Application of Behavior Analysis”, which will address the application of behavior analysis in providing early and intensive intervention to children diagnosed with Autism Spectrum Disorders. Anna Ingeborg will be doing a workshop on using early and intensive behavior analytic interventions to aid language acquisition.

 

We seek both oral presentations and posters to be presented on the second day of the conference. Oral presentations should be about 20 minutes long.

 

Send submissions to satis.felag@gmail.com. The deadline is January 31st, 2014.

 

Sincerely,

SATÍS

Posted in Uncategorized

Samkoma á föstudag

Kæru félagar SATÍS,

Núna á föstudaginn, 11. október, ætlum við að hittast á Lebowski bar. Allir félagar eru hvattir til að koma.

Við ætlum að taka kvöldið snemma, hittast kl 20:00 og taka fyrsta korterið í að deila út verkefnum á þá sem vilja og geta verið með í að undirbúa næstu ráðstefnu. Drykkur í boði fyrir þá sem mæta fyrsta korterið ;)

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin

Posted in Uncategorized

Kaffihúsafundur helgina 20-21 júlí 2013 – nánar tilkynnt síðar!

Endilega fylgist vel með tilkynningum á næstunni, það verður sérlega áhugaverður kaffihúsafundur helgian 20-21 júlí og hvetjum við alla til þess að taka þá daga frá.

Nánari tímasetning, efnistök og staðsetning verða kynnt síðar

Stay tuned!

kveðja

Stjórnin

Posted in Fréttir

Aðalfundur SATÍS 2013

Stjórn SATÍS boðar til níunda aðalfundar félagsins miðvikudaginn 22. maí 2013, kl 17:00 í húsnæði HÍ að Aragötu 14.

Dagskrá:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
2. Gjaldkeri gerir glögga grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
5. Engar tillögur um lagabreytingar hafa borist og fellur þessi liður því niður.
6. Stjórnarkjör. Óskað er eftir framboð til gjaldkera félagsins en Sigurður Viðar mun láta af embætti.
7. Kosning umsjónarmanns kosninga.
8. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
9. Áætlun um störf næsta árs.
10. Önnur mál: m.a., skýrsla Orðabókarnefndar, komandi ráðstefna og kosning á vefstjóra.

Samkvæmt lögum SATÍS hafa félagsmenn aðeins kosningarétt og fundarseturétt hafi þeir greitt árgjaldið fyrir tilsettan fund (8. Grein – b. Liður). Rukkun fyrir þau gjöld er komin í innheimtu og er komin í heimabanka félagsmanna eða kemur á næstu dögum.

þeir sem ekki fá ekki rukkun inn á heimabankann sinn en vilja vera félagar eru vinsamlega beðnir að senda póst á satis.felag@gmail.com með ósk um að gerast félagi

Posted in Uncategorized

Félagsfundur SATÍS þann 3.apríl næstkomandi

Kæru SATÍS félagar, nú er komið að næsta félagsfundi hjá okkur í félaginu.

Hann verður þann 3.apríl næstkomandi að Hlíðarsmára 6 í Kópavogi, Jóhanna Ella býður á Hugtaksheimilið  klukkan 20:00.

Fundarefnin verða eftirfarandi:

-Heimasíðan og pistlar

-Ráðstefnumál

-Fréttir af orðasafni

-Önnur málefni

Endilega mætum sem flest. 

 

Kær kveðja

Stjórnin

180262_10150864763858026_582121914_n

 

Posted in Uncategorized

Ný heimasíða í loftið!

Það gleður okkur að kynna inn nýja og flotta heimasíðu SATÍS félagsins. Nú fer hún formlega í loftið á næst síðasta degi ársins 2012 og verður vonandi góð byrjun á nýju ári félagsins þar sem við getum vera enn virkari á almennum vettvangi.

Á þessari síðu verða birtir pistlar eftir félagsmenn sem og aðra áhugasama sem vilja senda inn efni sem tengist atferlisgreiningu. Einnig verða fréttir og aðrar tilkynningar birtar hér sem og á facebook síðu félagsins.

Ný fan-facebook síða fór í loftið fyrir stuttu síðan og hvetjum við félagsmenn og aðra áhugasama að deila henni og kynna fyrir öðru áhugasömu fólki um atferlisgreiningu.

Njótið nýju síðunnar kæru SATIS  félagar og endilega sendi okkur athugasemdir, efni eða fyrirspurnir á satis.felag@gmail.com

kær kveðja

STJÓRNIN

cartoonrat

 

Posted in Fréttir
Pistlar
Pistill frá Guðríði Öddu sem birtist á mbl.is
Pistill frá Jóhönnu Ellu sem birtist á Hugtak.is
Hér kemur pistll eftir Guðríði Öddu sem birtist á mbl.