Vinnustofa SATÍS Gerð einstaklingsnámsskrár fyrir nemendur í atferlisíhlutun

Dagana 28 og 30 apríl munu Samtök um Atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða upp á vinnustofur um gerð einstaklingsnámskrár fyrirnemendur í snemmtækri atferlisíhlutun.

Fyrir hverja er vinnustofan?
Vinnustofan er ætluð fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla sem vinna með nemendum með þroskafrávik í
atferlisíhlutun. Þátttakendur skulu vera búnir að fylla út í færnimatslista að eigin vali (t.d. ABLLS-R, VB-MAPPeða listann úr bókinni Behavioral Intervention for Young Children with Autism, „(gráa bókin“)fyrir að minnsta kosti einn nemanda.

Lýsing á vinnustofu

Vinnustofunni verður skipt upp í tvo daga. Á fyrri deginum verður farið yfir mismunandi færnimatslista og hvernig skal setja upp viðeigandi og mælanleg markmið út frá niðurstöðum færnimatslista. Í lok fyrsta dags fá þátttakendur heimaverkefni sem þeir vinna að fyrir dag tvö. Á seinni deginum verður farið yfir heimaverkefniþátttakenda og hvernig má kenna mismunandi færni með aðferðum atferlisíhlutunar.

Markmið

  • Að þátttakendur þekki til þeirra færnimatslista sem eru notaðir mest í atferlisíhlutun í íslenskum
    leik- og grunnskólum
  • Að þátttakendur læri að velja viðeigandi markmið út frá mati á færni og með óskir skjólstæðingsins
    og/eða fjölskyldunnar að leiðarljósi
  • Að þátttakendur kunni að setja niður mælanleg markmið og geti skilgreint hvernig metið sé að
    færni sé lærð
  • Að þátttakendur geti útskýrt hvernig skuli kenna þá færni sem sett er í einstaklingsnámsskrá og
    hvernig hún verði mæld

Leiðbeinendur á námskeiðinu:
Ása Rún Ingimarsdóttir MSc, BCBA. Atferlisfræðingur í Klettaskóla
Berglind Sveinbjörnsdóttir, PhD, BCBA. Lektor við Háskólann í Reykjavík
Hólmfríður Ó. Arnalds, MSc, BCBA. Atferlisfræðingur á Greiningar- og
Ráðgjafarstöð Ríkisins
Katrín Sveina Björnsdóttir, MSc. Atferlisfræðingur á Greiningar- og
Ráðgjafarstöð Ríkisins
Steinunn Hafsteinsdóttir, MSc, BCBA. Fagstjóri í Arnarskóla