Ný stjórn SATÍS

Sælir félagsmenn,

Ný stjórn hefur tekið við störfum og hana skipa:

Ása Rún Ingimarsdóttir, formaður

Fríða Ósk Arnalds, ritari

Kristín Margrét Arnaldsdóttir, gjaldkeri

Markmið nýrrar stjórnar er að byggja ofan á það góða starf sem fráfarandi stjórn hefur verið að vinna að síðustu tvö árin. Þar á meðal verða mánaðarlegir kaffihúsafundir yfir vetrarmánuðina og verður fyrsti fundur þriðjudaginn 6. september kl 16:30 á Te og Kaffi Hamraborg.

Ráðstefna á vegum SATÍS verður haldin þann 3.-4. nóvember 2016 á Nauthóli. Þema ráðstefnunnar er atferlisgreining í allri sinni mynd og verða bæði gestafyrirlestrar auk innsendra erinda frá félagsmönnum. Auglýsing og dagskrá verða birt á næsta leiti, bæði hér og á Facebook síðu félagsins.

14067429_10153849120934499_7730166667713935307_n

 

 

 

Vinnustofur 18.apríl 2016 – upplýsingar og skráning

Þann 18.apríl næstkomandi verða tvær vinnustofur í Gerðubergi á vegum SATÍS. Sú fyrri verður kl.9.30-12 og sú seinni kl.13-15.30.

Vinnustofurnar munu fara fram á ensku.

VINNUSTOFA 9:30-12:00

Fyrirlesarari: Magda Stropnik Ph.D. BCBA-D

Í þessari vinnustofu verður fjallað um árangursríkar leiðir til þess að forgangsraða þeirri færni sem kenna á börnum með sérþarfir, leggja mat á kennsluaðferðirnar sem notaðar eru og leysa úr þeim vandamálum sem geta komið upp.  

VINNUSTOFA 13:-15:30

Fyrirlesari: Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D.

Á seinni vinnustofunni verður lögð áhersla á yfirfærslu og mikilvægi hennar í kennslu barna með sérþarfir. Farið verður yfir kennsluaðferðir sem gera ráð fyrir að kenna yfirfærslu frá byrjun.

Verð á eina vinnustofu:Almennt verð 10.000kr, 7.000kr fyrir félaga SATÍS og 3.500kr fyrir nema.

Verð fyrir tvær vinnustofur:  Almennt verð 17.000kr, 11.000kr fyrir félaga SATÍS og 4.500kr fyrir nema.

download (1)

Frekari upplýsingar:

Vinnustofurnar munu fara fram á ensku.

Um fyrirlesarana

Magda Stropnik serves as Director of Special Projects within the Public School Services Department and works with a number of districts providing consultation, evaluations and staff training.  Magda is a Supervising Practitioner for the  Simmons College graduate program in Severe Special Needs in Special Education and serves as a Mentor for the Department of Elementary and Secondary Education (DESE). She is an active participant in school-wide clinical and educational programming with a focus on the functional assessment and treatment of challenging behavior. Magda’s interests include curriculum development, with a particular interest in curriculum designed to increase student independence in both community and vocational activities.

Chata A. Dickson is the Assistant Director of Research, Autism Curriculum Encyclopedia at the New England Center for Children.  She is also a Clinical Adjunct Faculty in the graduate program in Behavior Analysis at Western New England University, and Co-Investigator on an NIH-funded grant investigating observing and attending in intellectual disabilities with Dr. William Dube, University of Massachusetts Medical School – Shriver Center. She began her work in behavior analysis and autism spectrum disorders in 1993 in Central FL, where she piloted the first Applied Behavior Analysis (ABA) program for preschool-aged children with autism, and co-founded a private clinic for young children with autism. Dr. Dickson’s research interests include instructional technology, stimulus control, attention, memory, and effects of learning history. Her work has been published in American Journal on Mental Retardation, Journal of the Experimental Analysis of Behavior, Psychological Record, and Research in Developmental Disabilities, and she serves on the Board of Editors of the Mexican Journal of Behavior Analysis

Titill fyrri vinnustofu: Developing effective instructional programs for students with ASDs: Goal selection, contextual fit, troubleshooting, and evaluation

Fyrirlesari: Magda Stropnik Ph.D. BCBA-D
Höfundar efnisins: Magda Stropnik Ph.D., BCBA-D og Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D

Nánar um vinnustofuna:

Identifying and prioritizing skills to teach children with autism is a critical first step to providing effective treatment. Skill deficits are present across all areas of adaptive functioning, with communication and social skills being areas of greatest need.  It is difficult for clinicians, teachers, and parents to determine which skills to teach first.  The Core Skills Assessment developed at the New England Center for Children will be reviewed and assessment results presented for students across ages, programs, and ability levels.

 Learning Objectives:

1.   List critical factors related to selecting and prioritizing goals
2.   Discuss the importance of the fit between the selected goals, the instructional strategy, and the context in which the student is to be taught.
3.   Describe steps that should be taken when a student is not making progress
4.   Understand the importance of evaluation in the design and refinement of a program of instruction

Seinni vinnustofan kallast: Building general repertoires for children with autism: Instruction that adds value. 

Fyrirlesari: Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D
Höfundur efnisins: Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D

Nánar um vinnustofuna:

 Behavior change is helpful to an individual only to the extent that this change is seen across environments relevant to them.  Although the importance of the generality of behavior change has been emphasized by behavior analysts for over four decades there remains work to be done to encourage practitioners to apply recommended methods to improve learners’ performance across settings, and to support them in this application.  In this workshop we will 1) discuss the meaning of the terms generalization, generality, and general repertoire, 2) discuss the importance of considerations of use as part of the initial planning for teaching a skill, 2) review strategies for establishing general repertoires, and 3) facilitate exercises whereby attendees will practice these strategies.  Strategies to be discussed include those offered by Stokes and Baer in 1977, as well as general case analysis, matrix training, and generalization mapping.  Skill areas specifically addressed will include imitation, community skills, and social skills.

Learning Objectives:
Through participation in this workshop, attendees will:

1. Describe the concept, general repertoire, and describe why it is important to program for these
2. Design a matrix for matrix training
3. Define observational learning, and distinguish from imitation

download (1)

Síðustu misseri

SATÍS hefur brallað ýmislegt síðustu misseri. Við höfum haldið nokkra skemmtilega kaffihúsafundi, þar sem meðlimir hafa fengið tækifæri til að spjalla saman um fræðin og málefni líðandi stundar. Meðal annars hefur verið rætt um síðustu ABAI ráðstefnu, dagleg störf meðlima og fyrirhugaða stofnun nýs grunnskóla fyrir fötluð börn. Kaffihúsafundur 3. feb

Dr. Anna Ingeborg Pétursdóttir hitti félaga í janúar á kaffihúsafundi.

Í september 2015 hélt Kristján Guðmundsson fyrirlesturinn Ástar-haturs samband Skinners og Borings við góðar undirtektir viðstaddra. Ástar haturs samband

Í byrjun janúar 2016 fjölmenntu meðlimir á áramótahitting SATÍS, þar sem boðið var upp á grænmetislasagna góðan félagsskap. Yngsta SATÍS kynslóðin lét sig ekki vanta.

Áramótahittingur

Þann 6. nóvember 2015 var Dr. Helena Lydon með vinnustofu á vegum SATÍS og HR um aðferðir við greiningu og íhlutun fæðu- og svefnvandamála.

Framundan eru vinnustofur 18.apríl 2016 sem auglýstar verða fljótlega. En einnig er hægt að fylgjast með því sem um er að vera hjá SATíS á facebook síðu félagsins https://www.facebook.com/groups/238347172848943/ en það er hægt að bætast í facebook hópinn án þess að vera meðlimur SATÍS. Félagið leggur áherslu á að vera með fræðslu um hagnýta afterlisgreiningu og er það sem um er að vera gjarnan auglýst þar.

 

Aðalfundur Samtaka um atferlisgreiningu

Aðalundur var haldinn þann 21.maí síðastliðinn.

Helgi S. Karlsson lét af embætti gjaldkera og tók Asa Run Ingimarsdottir við þeirri stöðu.
Gyða Dögg Einarsdóttir er áfram ritari og Bára Kolbrún Gylfadóttir er áfram formaður.

Við í stjórn höfum sett okkur þessi markmið fyrir næsta ár:

-Að hafa ráðstefnu annað hvort ár og minni erindi eins og vinnustofur og fyrirlestra þess á milli.

-Að hafa viðburð á vegum SATÍS í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Miðað er við að hafa viðburði fjórða hvers mánaðar.

-Pælingin er að hafa ódýrara inn á viðburði, jafnvel í sumum tilfellum frítt fyrir félagsmenn.

-Áætlað er að gefa Orðasafn út á árinu og tengja það við atferli.is. Í leiðinni verður atferli.is uppfært.

Þið sem ekki eruð meðlimir en viljið prófa eða þið sem hafið dottið út um tíma en viljið gerast félagsmenn aftur – sendið okkur póst á felag.satis@gmail.com og við sendum ykkur reikning í heimabanka. Félagsgjöld eru 3500kr en 1750kr fyrir nema

Við þökkum Helga kærlega fyrir vinnu sína í stjórn SATÍS. 

Við í stjórn sendum nú félagsmönnum fundargerð aðalfundar og viðeigandi fylgiskjöl á póstlista SATÍS. Ef þú ert í félaginu en fékkst ekki póst, láttu vita með því að senda okkur póst á felag.satis@gmail.com.

Kær kveðja,
Stjórn SATÍS

Vinnustofa með Einari Ingvarssyni þann 27.apríl 2015 í Gerðubergi.

SATÍS kynnir vinnustofu um kennslu og íhlutun sem miðar að því að auka málnotkun einstaklinga með einhverfu eða aðrar þroskaraskanir:
Einar Þór Ingvarsson, PhD, BCBA-D mun halda vinnustofu um þessa íhlutun
í Gerðubergi þann 27.apríl 2015 kl.13-17.
Sérstök áhersla verður lögð á þá hegðun sem Skinner kallaði „intraverbal“. Undir það hugtak falla til dæmis svör við spurningum og samræður. Sérstök áhersla verður lögð á algengar kennsluaðferðir, áreitisstjórnun, tengsl við aðra málvirkja, yfirfærða og afleidda svörun, og aðferðir til að auka og styðja við hegðun sem hefur þýðingu fyrir bæði einstakling og umhverfi. Einnig verður fjallað um mikilvægi félagslegrar styrkingar til að kenna og viðhalda málnotkun.
Einar Þór er rannsóknarprófessor í atferlisgreiningu við Háskólann í Norður Texas og stýrir þjónustu við börn með einhverfu í Child Study Center í Fort Worth, Texas. Hann er aðstoðarritstjóri Journal of Applied Behavior Analysis og The Analysis of Verbal Behavior. Hann er einnig í ritnefnd tímaritanna The Behavior Analyst og European Journal of Behavior Analysis. Hann er með MS próf í atferlisgreiningu frá Háskólanum í Norður Texas (University of North Texas) og PhD í atferlissálfræði frá Háskólanum í Kansas (University of Kansas).
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á helstu hugtökum í atferlisgreiningu.
Skráning á vinnustofuna: Sendið póst til satis.felag@gmail.com

Verð: 13.900kr
Félagsmenn SATÍS: 8.900kr
Nemar 5.900kr
30% afsláttur á vinnustofuna ef greitt er fyrir 17.apríl.

Ný stjórn velkomin til starfa:)

Sælir kæru meðlimir SATÍS

Nú er aðalfundi farsællega lokið og hefur  fundarerð auk annarra mikilvægra upplýsinga um störf og bókhlad fráfarandi stjórna verið send á meðlimi SATIS.

Við bjóðum kærlega velkomna nýja stjórn til starfa sem við vitum að mun standa sig með stakri prýði.

 

Bára Kolbrún Gylfadóttir er okkar nýji formaður

Gyða Dögg Einarsdóttir er okkar nýji ritari 

Helgi Karlsson heldur áfram sm gjaldkeri

 

Fráfarandi stjórn þakkar kærlega fyrir sig og skilar af sér formlega, störfum sínum, til nýrrar stjórnar.

180262_10150864763858026_582121914_n

SATÍS 10 ára í dag:)

Í ár er tíunda starfsár félagsins og er það mikið fagnaðarefni. Stjórnarbreytingar verða nú í haust á aðalafundinum sem verður haldinn 26.ágúst eins og auglýst var fyrir nokkru síðan.

Stjórnin óskar eftir áhugasömum í afmælisnefnd til aðstoðar við framkvæmd afmælisviðburðar SATÍS sem verður núna í haust.

Þegar hafa tvö framboð borist eitt til formanns og eitt til ritara og óskum við eftir fleiri framboðum fyrir aðalfund ef einhver hefur áhuga á að gegna slíku starfi í hjáverkum:)

Kæru SATÍS félagar til hamingju með daginn !

Kveðja Stjórnin

10years_fullsize_story1

 

Aðalfundur SATÍS og fleira

Kæru meðlimir SATÍS,

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi SATÍS fram yfir sumarfrístímann svo sem flestir geti vonandi mætt. Því miður varð okkur á að halda ekki fundinn núna í maí eins og lög kveða á um og verðum við bara að biðjast innlegrar afsökunar á því. Ef satt skal segja vorum við enn í sæluvímu af yndislega vel heppnaðri ráðstefnu með „verbal behavior“ þema og frábærum vinnusmiðjum og erindum.  Hér eru myndir frá ráðstefnunni.

1016903_10202258569800460_1446639720_n 1463898_10202251792871041_851534550_n 1607111_10202258600681232_1949942447_n 10178117_10202258606001365_1835603365_n 10151889_10202251797431155_732538444_n 10013926_10202258604521328_496555916_n 1979657_10202258617361649_217967053_n

 

 

Núna á næstunni verðum við með þrjá viðburði:

–          Bjórkvöld þann 26. júní á Loftinu. Mæting klukkan 19:00 og eru fyrstu 10 drykkirnir í boði SATÍS

–          Aðalfundur félagsins þann 26. ágúst klukkan 17:00, líklega á Aragötunni þar sem hann var haldinn síðustu tvö skipti. Léttar veitingar verða í boði SATÍS.

– Afmælisviðburður SATÍS þar sem það verður 10 ára í ár – nánar auglýst síðar.

Þar sem kosning mun fara fram á þeim fundi er skynsamlegt fyrir félagsmenn að fara að huga að framboði til formanns og ritara þar sem komið er að stjórnarskiptum. Gjaldkeri situr hinsvegar áfram í stjórn til eins árs í viðbót.

 

Góðar stundir!

Stjórnin

 

Ráðstefna SATÍS 2014 – Dagskrá, verð og greiðsluupplýsingar

Ráðstefna SATÍS 2014 er á næstu grösum!  Hér má finna dagskrá, verð og greiðsluupplýsingar.

Frekari upplýsingar og umræður má finna á Fésbókarsíðu ráðstefnunnar: RÁÐSTEFNA SATÍS 2014

———————————————————————————————————————-
****DAGSKRÁ****  (Verð eru hér fyrir neðan)
———————————————————————————————————————-
Dagskrá SATÍS ráðstefnu 4. apríl 2014

Haldin í stofu H 207
09:00 – 09:10 Jóhanna Ella Jónsdóttir, formaður SATÍS, opnar ráðstefnu.
09:10 – 09:50 Dr. Caio Miguel – Research on Verbal Behavior and its Clinical Applications.
09:50 – 10:00 Umræður og fyrirspurnir.
10:00 – 10:20 Kaffihlé
10:20 – 10:40 Sigriður Lóa Jónsdóttir kynnir “Simple steps”.
10:40 – 11:00 Thelma Lind Tryggvadóttir – Beðið eftir greiningu: Hvað get ég gert á meðan?
11:00 – 11:20 Steinunn Hafsteinsdóttir – Gildi hugtaksins “Behavioral momentum” í atferlismeðferð við einhverfu.
11:20 – 12:00 Dr. Anna Ingeborg Pétursdóttir – Áhrif áreitapörunar á myndun málhljóða hjá börnum með einhverfu.
12:00 – 12:10 Umræður og fyrirspurnir.
12:10 – 13:00 Matarhlé- ráðstefnugestir fá afslátt af mat í Hámu
13:00 – 13:20 Atli Freyr Magnússon – Svefnvandi hjá börnum með þroskaröskun -Hagnýt ráð.
13:20 – 13:40 Thelma Lind Tryggvadóttir – Áhrif DI kennslu í stærðfræði á nám leikskólabarna í samanburði við aðra og enga kennslu.
13:40 – 14:00 G. Adda Ragnarsdóttir – Læs í vor. Dæmi um árangursríka lestrarkennslu með DI og PT á árunum 2001-2014.
14:00 – 14:30 Kaffihlé og póster
14:30 – 14:50 Jóhanna Ella Jónsdóttir – Kerfisgreiningar innan stofnana: Afhverju eru þær mikilvægar?
14:50 – 15:10 Dr. Zuilma Gabriela Sigurðardóttir – Misskilningur á misskilning ofan. Leiðréttum og segjum söguna heila.
15:10 – 15:50 Dr. Caio Miguel – Stimulus Equivalence Technology in Early Intensive Behavioral Intervention.
15:50 – 16:00 Umræður
16:00 – 16.30 Panel umræður
Plaköt verða sýnd í kaffi- og matartímum.
Vinnusmiðjur fara fram 3. apríl kl. 8.30-12.00 og 13.00-1630 í stofu H 101 í Stakkahlíð.
Vinnusmiðja 1, 08.30-12.00, Danielle LeFrance.
Vinnusmiðja 2, 13.00-16.30, Dr. Anna Ingeborg Pétursdóttir
——————————————————————————————————–
***VERÐ OG HVERNIG SKAL GREIÐA***
——————————————————————————————————–
Verðin eru eftirfarandi:
Ráðstefnan : 11.900 kr (félagsmenn: 8.900kr ; nemar 4.900)
Ein vinnustofa: 13.900 kr (félagsmenn: 10.500; nemar: 6.900)
Tvær vinnustofur 22.900 kr (félagsmenn: 16.900; nemar: 11.500)
Ein vinnustofa og ráðstefna: 20.900 kr (félagsmenn:15.500; nemar 10.500)
Allt saman: 34.900 kr (félagsmenn: 26.200; nemar: 17.500)
———————————————————————————————————
Nemar þurfa að senda inn staðfestningu á námi, t.d. frá Nemendaskrá, á satis.felag@gmail.com
———————————————————————————————————
Reikningsnúmer og kennitala:
——————————————-
Kt. 470904-2670
Rn. 515-14-403847
——————————————-
Þegar millifært er, vinsamlegast settu eftirfarandi númer í skýringu til að tilgreina hvað þú ætlar að skrá þig í: (1) fyrir ráðstefnuna, (2) fyrir vinnustofu Danielle LaFrance, (3) fyrir vinnustofu Önnu Ingeborgar Pétursdóttur.
Dæmi: Ef þú vilt fara á vinnustofu Danielle LaFrance og ráðstefnuna, þá myndir þú setja: 13 / 1-3, eða eitthvað svipað.

Einnig biðjum við þig um að senda staðfestingu fyrir greiðslu á
satis.felag@gmail.com.
——————————————————————————————————–

Kær kveðja,

Stjórn SATÍS

CALL FOR PAPERS fyrir ráðstefnu SATÍS 2014

 

Ágætu SATÍS félagar og aðrir áhugamenn um atferlisgreiningu.

Við óskum hér með eftir erindum fyrir næstu ráðstefnu Samtaka um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) sem haldin verður 3. – 4. apríl 2014. Staðsetning verður auglýst síðar.

Hlutverk samtakanna er að kynna og koma á framfæri þekkingu á atferlisgreiningu sem leið til bættra lífsgæða og að styðja hagnýtar rannsóknir og frumrannsóknir á sviði atferlisgreiningar. Í samræmi við það tökum við til greina erindi á öllum sviðum atferlisgreiningar.

Þema ráðstefnunnar í ár verður málfar (verbal behavior).

Í samræmi við þemað verða aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar Anna Ingeborg Pétursdóttir, Caio Miguel og Danielle LaFrance.

Um fyrirlesara:

Anna Ingeborg er dósent í sálfræði við Texas Christian University. Hún er ritstjóri tímaritsins The Analysis of Verbal Behavior og aðstoðarritstjóri eins helsta vísindatímarits um atferlisgreiningu Journal of Applied Behavior Analysis. Jafnframt hefur hún stundað rannsóknir á sviði máltöku eða málfars um árabil.

Caio Miguel er dósent í sálfræði við California State University, Sacramento, og er fastur stundakennari í nokkrum öðrum háskólum. Hann hefur BCBA-D vottun og hefur verið ritstjóri allra helstu tímarita um atferlisgreiningu.

Danielle LaFrance er með BCBA vottun og meistaragráðu í atferlisgreiningu. Hún er ráðgjafi í vinnu með börnum með einhverfu og vinnur með Caio Miguel í rannsóknum á málfari.

Auk fyrirlestra verða Anna Ingeborg og Danielle LaFrance með vinnustofur á fyrri degi ráðstefnunnar. Danielle verður með vinnustofuna „From the Lab to the Living Room – Basics in the Application of Behavior Analysis“, þar sem  fjallað verður um hagnýta atferlisgreiningu í vinnu með börnum með einhverfu. Vinnustofa Önnu Ingeborgar mun fjalla um hvernig vinna megi með mál í snemmtækri atferlisíhlutun.

Við óskum bæði eftir erindum sem og veggspjöldum sem verða kynnt á síðari degi ráðstefnunnar. Hver fyrirlestur skal vera um 20 mínútur.

Senda skal óskir um að vera með erindi eða veggspjald á netfangið satis.felag@gmail.com. Skilafrestur er til 31. janúar 2014.

 

Kveðja,

SATÍS

 ———————————————————————————————————————————————————-

Dear SATÍS members and other interested parties.

The Call for Papers for the 2014 Convention of the Icelandic Association for Behavior Analysis (SATÍS) is now open. The convention will be held April 3 – 4, 2014. Location will be announced later.

Our goal is to advance knowledge on how the field of behavior analysis can enhance quality of life and to promote basic and applied research in behavior analysis. In accordance with that goal we will consider proposals in all areas of behavior analysis.

Our theme this year is verbal behavior.

Consistent with our theme, the 2014 Keynote Speakers will be Anna Ingeborg Pétursdóttir, Caio Miguel, and Danielle LaFrance.

Anna Ingeborg Pétursdóttir is an associate professor of Psychology at Texas Christian University. She has served on the editorial boards of major journals in the field of behavior analysis and is currently the Editor of the journal The Analysis of Verbal Behavior and the Associate Editor of the Journal of Applied Behavior Analysis. She has been doing research in the field of verbal behavior for many years.

Caio Miguel is an associate professor of Psychology at California State University, Sacramento and holds adjunct appointments at other universities. He is a Board Certified Behavior Analyst (BCBA-D) and has served on the editorial boards of all major behavior analytic journals.

 

Danielle LaFrance is a Board Certified Behavior Analyst (BCBA) and has a master´s degree in Applied Behavior Analysis. She is the Program Director of H.O.P.E Consulting, which provides services for children with Autism. She also does research on verbal behavior with Caio Miguel.

 

In addition to oral presentations, Anna Ingeborg and Danielle will be holding workshops on the first day of the conference. Danielle´s workshop is called “From the Lab to the Living Room – Basics in the Application of Behavior Analysis”, which will address the application of behavior analysis in providing early and intensive intervention to children diagnosed with Autism Spectrum Disorders. Anna Ingeborg will be doing a workshop on using early and intensive behavior analytic interventions to aid language acquisition.

 

We seek both oral presentations and posters to be presented on the second day of the conference. Oral presentations should be about 20 minutes long.

 

Send submissions to satis.felag@gmail.com. The deadline is January 31st, 2014.

 

Sincerely,

SATÍS

Top