Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi bjóða í fjórða skiptið til ráðstefnu um atferlisgreiningu fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember 2016 í Nauthóli. Ráðstefnan hefst á hádegi á fimmtudeginum og lýkur á föstudagseftirmiðdag. Ráðstefnan hentar öllum þeim sem starfa í leikskóla og grunnskóla sem og öllum þeim sem starfa í sérkennslu eða starfa með einstaklingum með sérþarfir.
Ráðstefnugjald er 20.000 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.000 kr.(hægt er að skrá sig í félagið um leið og skráð er á ráðstefnuna). Nemar greiða sérstakt nemagjald 8500 kr en framvísa verður vottorði frá nemendaskrá til að fá nemaafslátt. Senda skal vottorðið á satis.felag@gmail.com. Allar veitingar eru innifaldar í ráðstefnugjaldi.
Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru gestafyrirlesarar, Dr.Bill Ahearn, Dr Einar Ingvarsson og Dr. Jennifer Austin en þau eru öll virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar (Lesa má meira um þau hér). Auk þeirra prýða fjöldi innsendra erinda og veggspjalda dagskránna.
.
Dagskráin á Prentvænu formi
Dagskrá SATÍS ráðstefnu 3. og 4. nóvember 2016
Haldin í Nauthól
Fimmtudagurinn 3. nóvember
12:00 – 12:10 Ása Rún Ingimarsdóttir, formaður SATÍS, opnar ráðstefnu
12:10 – 12:50 Dr. Einar Ingvarsson
Félagsleg styrking í snemmtækri íhlutun
12:50 – 13:00 Umræður og fyrirspurnir
13:00 – 13:20 Ása Rún Ingimarsdóttir og Rebecca MacDonald
Samanburður á Matrix kennslu og aðgreindri kennsluæfingu í kennslu barna með einhverfu
13:20 – 13:40 Júlía Oddsdóttir, Tinna Þuríður Sigurðardóttir, Kamilla Jóhannesdóttir, Berglind Sveinbjörnsdóttir og Hannes Högni Vilhjálmsson
Sýndarveruleiki– verkfæri í þjálfun starfsmanna á aðgreindri kennsluæfingu
13:40 – 13:50 Umræður og fyrirspurnir
13:50 – 14:10 Kaffihlé
14:10 – 14:30 Hólmfríður Ósk Arnalds og Richard G. Smith
Samræmi á milli virknimatskvarða og virknigreiningar við mat á óæskilegri hegðun
14:30 – 15:00 Dr. Anna-Lind Pétursdóttir, Erla Björk Sveinbjörnsdóttir og
Daðey Arnborg Sigþórsdóttir
Áhrif einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana sem byggðar eru á virknimati á truflandi hegðun, þátttöku og líðan leikskólabarna
15:00 – 15:20 G. Adda Ragnarsdóttir, Ingi Jón Hauksson, Kristján Guðmundsson og Þorlákur Karlsson
To Whisper a Prompt (ath fyrirlestur verður fluttur á íslensku en glærur verða á ensku)
15:20 – 15:30 Umræður og fyrirspurnir
15:30 – 16:15 Veggspjaldasýning – höfundar standa og kynna sín veggspjöld
Föstudagurinn 4. nóvember
9:30 – 10:30 Dr. Bill Ahearn
Best practices in Autism treatment
10:30 – 10:40 Umræður og fyrirspurnir
10:40 – 11:00 Kaffihlé
11:00 – 11:20 Berglind Sveinbjörnsdóttir og Chata A. Dickson
Pausing and preference in transitions between relatively rich and lean
reinforcement context
11:20 – 11:40 Dr. Hanna Steinunn Steingrímsdóttir og Erik Arntzen
An overview of the use of conditional discrimination procedures when studying
learning in older adults and older adults with neurocognitive disorders
11:40 – 11:50 Umræður og fyrirspurnir
11:50 – 13:30 Hádegismatur
13:00 – 13:40 Dr. Bill Ahearn
Feeding problems in persons with autism and developmental disabilities
13:40 – 14:00 Dr. Kristján Guðmundsson
Dr. Skinner og Mr. Hyde
14:00 – 14:10 Umræður og Fyrirspurnir
14:10 – 14:30 Kaffihlé
14:30 – 15:10 Dr. Jennifer Austin
Improving the Efficiency and Utility of Classroom Functional Behavior Assessments
15:10 – 15:50 Dr. Kristján Guðmundsson
„Hegðunarvekja“
15:50 – 16:00 Umræður og ráðstefnuslit

Frekari upplýsingar og umræður má finna á Fésbókarsíðu ráðstefnunnar
Hlökkum til að sjá sem flesta
Ráðstefnunefnd SATÍS