Aðalfundur SATÍS 2018

Sæl verið þið,

Aðalfundur SATÍS verður haldinn þann 16.maí 2017 kl. 17:00 á Café Meskí.

Dagskrá aðalfundar:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
2. Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
5. Lagabreytingar kynntar og kosið um þær
6. Stjórnarkjör
7. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
8. Áætlun um störf næsta árs.
9. Önnur mál.

Ása Rún Ingimarsdóttir og Hólmfríður Ósk Arnalsds munu ljúka sinni stjórnarsetu á næsta aðalfundi og því kallar stjórn eftir framboðum í nýja stjórn. Framboðs má senda á satis.felag@gmail.com.

Einnig vill stjórn minna á að ársgjald hefur verið sent í heimabanka félagsmanna núna 1 april. Hvetjum alla til að ganga frá greiðslu sem fyrst. Ef einhverjir fengu ekki rukkun endilega látið okkur vita og við förum í málið.

Sjáumst Hress þann 16. maí.

kv
Stjórnin.

Nánari lýsinig á vinnustofum Dr. Toussaint

Mánudaginn 18 september næst komandi verða tvær vinnustofur með Dr. Karen Toussaint í Gerðubergi

Fyrri vinnustofan er frá 8:30-11:30 og sú seinni frá 12:30-15:30

Vinnustofurnar eru ætlaðar Starfsmönnum í skóla og leikskóla og öllum þeim sem starfa við skipulagningu og framkvæmd kennslu barna og einstaklinga með frávik í þroska.

 

download (1)

Dr. Karen Toussant BCBA-D

Dr. Karen Toussaint BCBA-D

 

Karen Toussaint, Ph.D., BCBA-D er lektor í atferlisgreiningu við University of North Texas. Hún er með doktorsgráðu í skólasálfræði með áherslu á atferlisgreiningu frá Louisiana State University og hefur starfað með börnum með þroskafrávik í fjölda ára. Dr. Toussaint stýrir nú íhlutun barna með einhverfu í UNT Kristin Farmer Autism Center í Texas og sérhæfir sig í máltöku og meðferð alvarlegs hegðunarvanda. Dr. Toussaint hefur birt rannsóknir sínar í virtum vísindatímaritum eins og Journal of Applied Behavior Analysis (JABA) og Behavior Analysis in Practice.

 

 

 

Hér má sjá nánari lýsingu á báðum vinnustofunum.

8:30-11:30 Áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar
• Leiðir til að bera kennsl á, meta og breyta styrkingarskilmálum sem liggja að baki algengum hegðunarerfiðleikum
• Aðferðir til að kenna tjáskipti út frá virkni hegðunar
• Mikilvægi þess að draga úr styrkingu í kjölfar tjáskiptaþjálfunar
• Mismunandi aðferðir til að kenna einstaklingum að þola þegar dregið er úr styrkingu í kjölfar tjáskiptaþjálfunar.

12:30-15:30 Kennsla félagslegrar hegðunar til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun
• Hvernig hægt er að beita kennsluaðferðum atferlisgreiningar í daglegu umhverfi barnsins
• Atriði sem algengt er að gleymist þegar styrkingarkerfi eru útbúin fyrir kennslu
• Leiðir til að haga námsumhverfi barnsins þannig að það ýti undir tækifæri til náms allan skóladaginn

download (1)

 

Verð á vinnustofurnar

Verð fyrir meðlimi SATÍS

Ein vinnustofa: 9.000 kr.      Báðar vinnustofur: 15.000 kr.

Verð fyrir aðila sem eru ekki skráðir í SATÍS:

Ein vinnustofa: 13.000 kr.    Báðar vinnustofur: 21.000 kr.

Verð fyrir námsmenn og eldri borgara:

Ein vinnustofa: 3.500 kr. Báðar vinnustofur: 6.000 kr.

*Innifalið í verðinu eru námskeiðsgögn og veitingar í kaffihléum.

Vinnustofur Satís: Kennsla tjáskipta í daglegu umhverfi með Dr. Karen Toussaint

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða til tveggja vinnustofa um náttúrlega kennslu.

Fyrirlesari er Dr. Karen Toussaint, BCBA-D.

 

Dr. Karen Toussant BCBA-D
Dr. Karen Toussant BCBA-D

Staðsetning: Menningarmiðstöðin í Gerðubergi. Sjá kort hér

Dagsetning og tími: 18.september 9:00–12:00 og 13:00-16:00

Verð fyrir meðlimi SATÍS

Ein vinnustofa: 9.000 kr.      Báðar vinnustofur: 15.000 kr.

Verð fyrir aðila sem eru ekki skráðir í SATÍS:

Ein vinnustofa: 13.000 kr.    Báðar vinnustofur: 21.000 kr.

Verð fyrir námsmenn og eldri borgara:

Ein vinnustofa: 3.500 kr. Báðar vinnustofur: 6.000 kr.

*Innifalið í verðinu eru námskeiðsgögn og veitingar í kaffihléum.

 

Fyrri vinnustofan 8:30-11:30

Áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar (Effective behavior management soulutions)

Hádegishlé frá 11:30-12:30

Seinni vinnustofan 12:30-15:30

Kennsla félagslegrar hegðunar til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun (Teaching prosocial behaviors to increase skills and prevent behavior problems)

 

Hverjum er vinnustofurnar ætlaðar? Starfsmönnum í skóla og leikskóla og öllum þeim sem starfa við skipulagningu og framkvæmd kennslu barna og einstaklinga með frávik í þroska.

 

Nánari lýsing á vinnustofunum eru væntanlegar á næstu dögum en skráning er hafin

download (1)

Auglýsing á Prentvænu Formi

Aðalfundur

Aðalfundur SATÍS verður haldinn þann 15.maí 2017 kl. 17:00 á Café Meskí.
Dagskrá aðalfundar:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
2. Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
5. Kjör um gjaldkera.
6. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Áætlun um störf næsta árs.
8. Önnur mál.
Kristín Margrét Arnaldsdóttir hefur boðið sig fram til að gegna áfram stöðu gjaldkera. Ef fleiri hafa áhuga á að bjóða sig fram til að gegna þeirri stöðu má hafa samband við stjórn SATÍS (satis.felag@gmail.com).

Lokað fyrir skráningu

Nú er orðið fullbókað á ráðstefnuna og lokað hefur verið fyrir skráningu. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst á satis.felag@gmail.com.

Um 100 þátttakendur verða á ráðstefnunni og verður þetta stærsta ráðstefna SATÍS til þessa. Við hlökkum mikið til að hlusta á alla fyrirlesarana og eiga í samræðum við bæði sérfræðinga á sviði atferlisgreiningar og áhugafólk um greinina. Sjáumst fimmtudaginn 3. nóvember í Nauthól. Húsið opnar kl. 11:00 og ráðstefnan verður sett kl. 12:00. Við minnum á að dagskrána má nálgast neðar á síðunni.

Skráning á ráðstefnu 2016 er í fullum gangi

Skráning á ráðstefnu SATÍS 2016 er í fullum gangi. Um 70 manns hafa þegar skráð sig og enn er tími til að skrá sig en skráningu lýkur á miðnætti 31.oktober.

Ráðstefnan hefst á hádegi á fimmtudeginum og lýkur á föstudagseftirmiðdag. Ráðstefnan hentar öllum þeim sem starfa í leikskóla og grunnskóla sem og öllum þeim sem starfa í sérkennslu eða starfa með einstaklingum með sérþarfir.

 

download (1)

Ráðstefnugjald er 20.000 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.000 kr.(hægt er að skrá sig í félagið um leið og skráð er á ráðstefnuna). Nemar greiða sérstakt nemagjald 8500 kr en framvísa verður vottorði frá nemendaskrá til að fá nemaafslátt. Senda skal vottorðið á satis.felag@gmail.com.  Allar veitingar eru innifaldar í ráðstefnugjaldi.

Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru gestafyrirlesarar, Dr.Bill Ahearn, Dr Einar Ingvarsson og Dr. Jennifer Austin en þau eru öll  virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar (Lesa má meira um þau hér). Auk þeirra prýða fjöldi innsendra erinda og veggspjalda dagskránna.

 

Dagskráin á Prentvænu formi

Frekari upplýsingar og umræður má finna á Fésbókarsíðu ráðstefnunnar

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ráðstefnunefnd SATÍS

Ráðstefna 2016 Dagskrá

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi bjóða í fjórða skiptið til ráðstefnu um atferlisgreiningu fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember 2016 í Nauthóli. Ráðstefnan hefst á hádegi á fimmtudeginum og lýkur á föstudagseftirmiðdag. Ráðstefnan hentar öllum þeim sem starfa í leikskóla og grunnskóla sem og öllum þeim sem starfa í sérkennslu eða starfa með einstaklingum með sérþarfir.

Ráðstefnugjald er 20.000 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.000 kr.(hægt er að skrá sig í félagið um leið og skráð er á ráðstefnuna). Nemar greiða sérstakt nemagjald 8500 kr en framvísa verður vottorði frá nemendaskrá til að fá nemaafslátt. Senda skal vottorðið á satis.felag@gmail.com.  Allar veitingar eru innifaldar í ráðstefnugjaldi.

Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru gestafyrirlesarar, Dr.Bill Ahearn, Dr Einar Ingvarsson og Dr. Jennifer Austin en þau eru öll  virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar (Lesa má meira um þau hér). Auk þeirra prýða fjöldi innsendra erinda og veggspjalda dagskránna.

.download (1)

 Dagskráin á Prentvænu formi    

Dagskrá SATÍS ráðstefnu 3. og 4.  nóvember 2016

Haldin í Nauthól

 Fimmtudagurinn 3. nóvember

12:00 – 12:10 Ása Rún Ingimarsdóttir, formaður SATÍS, opnar ráðstefnu

12:10 – 12:50 Dr. Einar Ingvarsson

Félagsleg styrking í snemmtækri íhlutun

12:50 – 13:00 Umræður og fyrirspurnir

13:00 – 13:20 Ása Rún Ingimarsdóttir og Rebecca MacDonald

Samanburður á Matrix kennslu og aðgreindri kennsluæfingu í kennslu barna með einhverfu

13:20 – 13:40 Júlía Oddsdóttir, Tinna Þuríður Sigurðardóttir, Kamilla Jóhannesdóttir, Berglind Sveinbjörnsdóttir og Hannes Högni Vilhjálmsson

Sýndarveruleiki– verkfæri í þjálfun starfsmanna á aðgreindri kennsluæfingu

13:40 – 13:50 Umræður og fyrirspurnir

13:50 – 14:10 Kaffihlé

14:10 – 14:30 Hólmfríður Ósk Arnalds og Richard G. Smith

Samræmi á milli virknimatskvarða og virknigreiningar við mat á óæskilegri hegðun

14:30 – 15:00 Dr. Anna-Lind Pétursdóttir, Erla Björk Sveinbjörnsdóttir og

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir

Áhrif einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana sem byggðar eru á virknimati á truflandi hegðun, þátttöku og líðan leikskólabarna

15:00 – 15:20 G. Adda Ragnarsdóttir, Ingi Jón Hauksson, Kristján Guðmundsson og Þorlákur Karlsson

To Whisper a Prompt (ath fyrirlestur verður fluttur á íslensku en glærur verða á ensku)

15:20 – 15:30 Umræður og fyrirspurnir

15:30 – 16:15 Veggspjaldasýning – höfundar standa og kynna sín veggspjöld

Föstudagurinn 4. nóvember 

9:30 – 10:30 Dr. Bill Ahearn

Best practices in Autism treatment

10:30 – 10:40 Umræður og fyrirspurnir

10:40 – 11:00 Kaffihlé

11:00 – 11:20 Berglind Sveinbjörnsdóttir og Chata A. Dickson

Pausing and preference in transitions between relatively rich and lean
reinforcement context

11:20 – 11:40 Dr. Hanna Steinunn Steingrímsdóttir og Erik Arntzen

An overview of the use of conditional discrimination procedures when studying
learning in older adults and older adults with neurocognitive disorders

11:40 – 11:50 Umræður og fyrirspurnir

11:50 – 13:30 Hádegismatur

13:00 – 13:40 Dr. Bill Ahearn

Feeding problems in persons with autism and developmental disabilities

13:40 – 14:00 Dr. Kristján Guðmundsson

Dr. Skinner og Mr. Hyde

14:00 – 14:10 Umræður og Fyrirspurnir

14:10 – 14:30 Kaffihlé

14:30 – 15:10 Dr. Jennifer Austin

Improving the Efficiency and Utility of Classroom Functional Behavior Assessments

15:10 – 15:50 Dr. Kristján Guðmundsson

„Hegðunarvekja“

15:50 – 16:00 Umræður og ráðstefnuslit

download (1)

Frekari upplýsingar og umræður má finna á Fésbókarsíðu ráðstefnunnar

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ráðstefnunefnd SATÍS

 

Ráðstefna SATÍS

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi bjóða í fjórða skiptið til ráðstefnu um atferlisgreiningu fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember 2016 í Nauthóli. Gestafyrirlesarar verða þrír virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar og að auki verður fjöldi innsendra erinda og veggspjalda.

Verð á ráðstefnuna er:

SATÍS meðlimir: 16.000

Almennt verð: 20.000

Nemaverð: 8.500

Innifalið í verðinu er Ráðstefnugjald og allar veitingar meðan ráðstefnu stendur.

download (1)

 

Gestafyrirlesarar verða:

ahearn

Dr. Bill Ahearn hefur starfað við The New England Center for Children frá árinu 1996 og gegnir þar stöðu deildarstjóra rannsókna. Hann er þar að auki aðjúkt í meistara- og doktorsnámi við Western New England University. Árið 2009 hlaut hann viðurkenningu frá American Psychological Association fyrir þrotlaust starf á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar. Rannsóknir Bills hafa meðal annars beinst að félagsþroska barna með einhverfu, máli og máltöku, mati og íhlutun á stegldri hegðun (e. stereotypy), óæskilegri hegðun og fæðuinntökuvanda hjá börnum. Hann hefur birt fjöldann allan af greinum í virtum vísindatímaritum og hefur þar að auki skrifað bækur um kennslu barna með einhverfu og fæðuinntökuvanda. Bill situr í ritnefndum Journal of Applied Behavior Analysis og The Analysis of Verbal Behavior og ritstýrir þar að auki Behavioral Interventions.

Einar_T_Ingvarsson_web Dr. Einar Þór Ingvarsson er rannsóknarprófessor í atferlisgreiningu við University of North Texas og stýrir þjónustu við börn með einhverfu í Child Study Center í Fort Worth, Texas. Einar er með MS-próf í atferlisgreiningu frá University of North Texas og doktorspróf í atferlissálfræði frá University of Kansas. Einar hefur víðtæka reynslu á sviði atferlisíhlutunar fyrir fólk með einhverfu og önnurþroskafrávik og hefur birt fjölda vísindagreina á því sviði. Áhugi hans hefur einkum beinst að snemmtækri atferlisíhlutun, málhegðun, félagsfærni og virknimati og íhlutun vegna óæskilegrar hegðunar. Einar hefur starfað sem aðstoðarritsstjóri Journal of Applied Behavior Analysis (JABA) og The Analysis of Verbal Behavior og situr nú í ritnefnd fjölda annarra virtra vísindarita á sviði atferlisgreiningar og einhverfu. Hann er þar að auki forseti Texas Association for Behavior Analysis (TxABA) og hefur birt yfir 20 greinar í viðurkenndum vísindaritum, einkum í JABA

Jenn Austin

 Dr. Jennifer Austin hefur unnið eftir aðferðum atferlisgreiningar með börnum og kennurum í nær 20 ár. Rannsóknir hennar og klínískt starf hafa einkum beinst að því hvernig má nota mats- og íhlutunaraðferðir atferlisgreiningar í vinnu með ófötluðum börnum og hvernig má aðlaga þær aðferðir til að þær virki sem best í skólastarfi. Hún hefur starfað með fjöldamörgum grunnskólum í Bandaríkjunum og Bretlandi og einbeitt sér sérstaklega að skólum í efnaminni samfélögum. Jennifer er með doktorsgráðu frá Florida State University og kennir nú sálfræði við University of South Wales í Bretlandi þar sem hún stýrir námi í atferlisgreiningu. Hún gegndi áður stöðu formanns UK Society for Behavior Analysis sem og stöðu aðstoðarritstjóra bæði Journal of Applied Behavior Analysis og Behavior Analysis in Practice

Hvetjum alla til þess að skrá sig á þessa glæsilegu ráðstefnu

download (1)

Ný stjórn SATÍS

Sælir félagsmenn,

Ný stjórn hefur tekið við störfum og hana skipa:

Ása Rún Ingimarsdóttir, formaður

Fríða Ósk Arnalds, ritari

Kristín Margrét Arnaldsdóttir, gjaldkeri

Markmið nýrrar stjórnar er að byggja ofan á það góða starf sem fráfarandi stjórn hefur verið að vinna að síðustu tvö árin. Þar á meðal verða mánaðarlegir kaffihúsafundir yfir vetrarmánuðina og verður fyrsti fundur þriðjudaginn 6. september kl 16:30 á Te og Kaffi Hamraborg.

Ráðstefna á vegum SATÍS verður haldin þann 3.-4. nóvember 2016 á Nauthóli. Þema ráðstefnunnar er atferlisgreining í allri sinni mynd og verða bæði gestafyrirlestrar auk innsendra erinda frá félagsmönnum. Auglýsing og dagskrá verða birt á næsta leiti, bæði hér og á Facebook síðu félagsins.

14067429_10153849120934499_7730166667713935307_n

 

 

 

Vinnustofur 18.apríl 2016 – upplýsingar og skráning

Þann 18.apríl næstkomandi verða tvær vinnustofur í Gerðubergi á vegum SATÍS. Sú fyrri verður kl.9.30-12 og sú seinni kl.13-15.30.

Vinnustofurnar munu fara fram á ensku.

VINNUSTOFA 9:30-12:00

Fyrirlesarari: Magda Stropnik Ph.D. BCBA-D

Í þessari vinnustofu verður fjallað um árangursríkar leiðir til þess að forgangsraða þeirri færni sem kenna á börnum með sérþarfir, leggja mat á kennsluaðferðirnar sem notaðar eru og leysa úr þeim vandamálum sem geta komið upp.  

VINNUSTOFA 13:-15:30

Fyrirlesari: Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D.

Á seinni vinnustofunni verður lögð áhersla á yfirfærslu og mikilvægi hennar í kennslu barna með sérþarfir. Farið verður yfir kennsluaðferðir sem gera ráð fyrir að kenna yfirfærslu frá byrjun.

Verð á eina vinnustofu:Almennt verð 10.000kr, 7.000kr fyrir félaga SATÍS og 3.500kr fyrir nema.

Verð fyrir tvær vinnustofur:  Almennt verð 17.000kr, 11.000kr fyrir félaga SATÍS og 4.500kr fyrir nema.

download (1)

Frekari upplýsingar:

Vinnustofurnar munu fara fram á ensku.

Um fyrirlesarana

Magda Stropnik serves as Director of Special Projects within the Public School Services Department and works with a number of districts providing consultation, evaluations and staff training.  Magda is a Supervising Practitioner for the  Simmons College graduate program in Severe Special Needs in Special Education and serves as a Mentor for the Department of Elementary and Secondary Education (DESE). She is an active participant in school-wide clinical and educational programming with a focus on the functional assessment and treatment of challenging behavior. Magda’s interests include curriculum development, with a particular interest in curriculum designed to increase student independence in both community and vocational activities.

Chata A. Dickson is the Assistant Director of Research, Autism Curriculum Encyclopedia at the New England Center for Children.  She is also a Clinical Adjunct Faculty in the graduate program in Behavior Analysis at Western New England University, and Co-Investigator on an NIH-funded grant investigating observing and attending in intellectual disabilities with Dr. William Dube, University of Massachusetts Medical School – Shriver Center. She began her work in behavior analysis and autism spectrum disorders in 1993 in Central FL, where she piloted the first Applied Behavior Analysis (ABA) program for preschool-aged children with autism, and co-founded a private clinic for young children with autism. Dr. Dickson’s research interests include instructional technology, stimulus control, attention, memory, and effects of learning history. Her work has been published in American Journal on Mental Retardation, Journal of the Experimental Analysis of Behavior, Psychological Record, and Research in Developmental Disabilities, and she serves on the Board of Editors of the Mexican Journal of Behavior Analysis

Titill fyrri vinnustofu: Developing effective instructional programs for students with ASDs: Goal selection, contextual fit, troubleshooting, and evaluation

Fyrirlesari: Magda Stropnik Ph.D. BCBA-D
Höfundar efnisins: Magda Stropnik Ph.D., BCBA-D og Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D

Nánar um vinnustofuna:

Identifying and prioritizing skills to teach children with autism is a critical first step to providing effective treatment. Skill deficits are present across all areas of adaptive functioning, with communication and social skills being areas of greatest need.  It is difficult for clinicians, teachers, and parents to determine which skills to teach first.  The Core Skills Assessment developed at the New England Center for Children will be reviewed and assessment results presented for students across ages, programs, and ability levels.

 Learning Objectives:

1.   List critical factors related to selecting and prioritizing goals
2.   Discuss the importance of the fit between the selected goals, the instructional strategy, and the context in which the student is to be taught.
3.   Describe steps that should be taken when a student is not making progress
4.   Understand the importance of evaluation in the design and refinement of a program of instruction

Seinni vinnustofan kallast: Building general repertoires for children with autism: Instruction that adds value. 

Fyrirlesari: Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D
Höfundur efnisins: Chata A. Dickson Ph.D., BCBA-D

Nánar um vinnustofuna:

 Behavior change is helpful to an individual only to the extent that this change is seen across environments relevant to them.  Although the importance of the generality of behavior change has been emphasized by behavior analysts for over four decades there remains work to be done to encourage practitioners to apply recommended methods to improve learners’ performance across settings, and to support them in this application.  In this workshop we will 1) discuss the meaning of the terms generalization, generality, and general repertoire, 2) discuss the importance of considerations of use as part of the initial planning for teaching a skill, 2) review strategies for establishing general repertoires, and 3) facilitate exercises whereby attendees will practice these strategies.  Strategies to be discussed include those offered by Stokes and Baer in 1977, as well as general case analysis, matrix training, and generalization mapping.  Skill areas specifically addressed will include imitation, community skills, and social skills.

Learning Objectives:
Through participation in this workshop, attendees will:

1. Describe the concept, general repertoire, and describe why it is important to program for these
2. Design a matrix for matrix training
3. Define observational learning, and distinguish from imitation

download (1)

Top