Vinnustofa Fellur niður

Góðan daginn,

Vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir höfum við í stjórn SATÍS tekið þá ákvörðun að fresta vinnustofunni sem átti að vera núna í þessari viku um óákveðinn tíma. Tölvupóstur hefur verið sendur á þá þátttakendur sem voru búnir að skrá sig. Þegar ný dagsetning verður ákveðin mun vinnustofan aftur verða auglýst og hægt að skrá sig. Skráning þeirra sem voru nú þegar búnir að skrá sig mun haldast og þurfa þeir ekki að skrá sig aftur.
Kær kveðja
Stjórn SATÍS