Fræðsludagur SATÍS 2022

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) boða til fræðsludags þriðjudaginn 13. september frá kl. 13-16.

Fræðsludagurinn verður í Safnarhúsinu, Hverfisgötu 15 (Lestrarsalur)


DAGSKRÁ

13:00 – 14:00 Dr. Maurice Feldman
Parent Early Detection and Intervention of Autism Signs in Infants At-Risk

14:00 – 14:30 Sigríður Lóa Jónsdóttir
Að bera kennsl á einhverfu snemma

Kaffihlé

14:45 – 16:00 Sérfræðivottun og lögverndun fyrir atferlisfræðinga: Pallborðsumræður

VERÐ
Meðlimir SATÍS: 3500
Nemendur: 2500
Aðrir: 4500

Heimasíða í vinnslu

Á seinasta aðalfundi 10 maí sl var kosið um að breyta SATÍS í fagfélag. Með þessum breytingum munu lög félagsins breytast sem og hlutverk þess. Við erum að vinna í að breyta heimasíðunni og biðjum ykkur um að sýna okkur þolinmæði meðan sú vinna er í gangi.

Lög félagsins, sem samþykkt voru á aðalfundi 10 maí 2022, hafa þó verið uppfærð og hægt er að sjá þau hér

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti á satis.felag@gmail.com

kærar kveðjur

Stjórn SATÍS

Ráðstefna um atferlisgreiningu 2021

RÁÐSTEFNA UM ATFERLISGREININGU 2021

Facebook viðburður um ráðstefnuna

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda í sjötta skiptið ráðstefnu um atferlisgreiningu. Í þetta skiptið fer hún fram á Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 4. nóvember og föstudaginn 5. nóvember 2021. Ráðstefnan er einn og hálfur dagur.
Ráðstefnugjald er 28.000 kr. en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 23.000 kr. Nemar greiða 16.000 kr en framvísa verður vottorði frá nemendaskrá til að fá nemendaafslátt. Senda skal vottorðið á satis.felag@gmail.com. Innifalið í ráðstefnugjaldi er kaffi/te á fimmtudeginum (kl. 13-16) og kaffi/te auk hádegismatar á föstudeginum (8:30-16).
Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta en í þetta sinn fáum við til okkar fimm erlenda gestafyrirlesara auk fjölda innlendra erinda um fjölbreytt málefni.
Dagskrá

Fimmtudagurinn 4.nóvember

13:00 – 13:10 Dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir, formaður SATÍS, setur ráðstefnuna

13:10 -13:25  Berglind Þorsteinsdóttir, atferlisfræðingur, Háskólinn í Reykjavík

The effects of token reinforcers on children´s instrinsic motivation for school tasks

13:30 – 13:45 Dr. Anna Lind Pétursdóttir, prófessor, Háskóli Íslands

Hvatningarleikurinn við bekkjarstjórnun: Framkvæmd og áhrif á samskipti, hegðun og námsástund

13:50-14:05  Erna Dögg Pálsdóttir, Háskólinn í Reykjavík og Arnarskóli

Það er vont og það versnar”: Greining á erfiðleikum við að fara úr einu verkefni í annað

14:10-14:30  Kaffihlé

14:30—15:10 Dr. Kristín Guðmundsdóttir, lektor, Háskólinn á Akureyri

Komdu að dansa! Snemmtæk atferlisíhlutun dreifbýlisbarna með fagþjónustu sérfræðinga. Mat á áhrifum foreldraþjálfunar á færni barns og fjölskyldu

15:15—15:30  Dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir, BCBA

Viðmið fyrir atferlisfræðinga á íslandi

16:00-18:00 Veggspjaldasýning – höfundar kynna sín veggspjöld

Föstudagurinn 5. nóvember

8:30 – 9:30 Dr. Janet Twyman, BCBA, Chief Learning Scientist at blast: A Learning Sciences Company

The future is now: fusing behavior analysis, technology and education

9:40 – 10:00 Kaffihlé

10:00-10:45  Andrew Kieta, assistant director hjá Morningside Academy

Expanding our reach: using behavior analysis to teach thinking and reasoning

10:50-11:50  Dr. Rebecca MacDonald, BCBA-D, The New England Center for Children

Early markers of autism in infant siblings

12:00-13:00  Hádegismatur

13:00 – 13:45 Stian Orm doktorsnemi, Sjúkrahúsið í Lillehammer og Dr. Jon Arne Lokke, dósent, Háskólinn í Østfold

Self management: From social exclusion to inclusion

13:50—14:20  Dr. Karl Fannar Gunnnarsson, BCBA, Southern Illinois University

Three questions about delay discounting and brain injury: is it stable? Are there links between discounting and socially significant behavior? Can discounting be altered?

14:30 – 15:00 Kaffihlé

15:00-15:15 Dr. Rebecca MacDonald , BCBA-D, The New England Center for Children

Social referencing to teach social skills

15:20—15:35 Dr. Janet Twyman, BCBA, Chief Learning Scientist at blast: A Learning Sciences Company

Digital ed tech: inspiration and exploration

Hér er Dagskrá ráðstefnunnar á pdf formi

Skráning er hafin og er hægt að skrá sig hér

Aðalfundur SATÍS

Kæru Meðlimir SATÍS

Vegna aðstæðna í samfélaginu þá höfum við ákveðið að fresta aðalfundi SATÍS fram á haust 2020.

 

Nánair dagsetning verður tilkynnt síðar.

 

Bestu kveðjur

Stjórn SATÍS

Vinnustofa Fellur niður

Góðan daginn,

Vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir höfum við í stjórn SATÍS tekið þá ákvörðun að fresta vinnustofunni sem átti að vera núna í þessari viku um óákveðinn tíma. Tölvupóstur hefur verið sendur á þá þátttakendur sem voru búnir að skrá sig. Þegar ný dagsetning verður ákveðin mun vinnustofan aftur verða auglýst og hægt að skrá sig. Skráning þeirra sem voru nú þegar búnir að skrá sig mun haldast og þurfa þeir ekki að skrá sig aftur.
Kær kveðja
Stjórn SATÍS

Vinnustofa SATÍS Gerð einstaklingsnámsskrár fyrir nemendur í atferlisíhlutun

Dagana 28 og 30 apríl munu Samtök um Atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða upp á vinnustofur um gerð einstaklingsnámskrár fyrirnemendur í snemmtækri atferlisíhlutun.

Fyrir hverja er vinnustofan?
Vinnustofan er ætluð fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla sem vinna með nemendum með þroskafrávik í
atferlisíhlutun. Þátttakendur skulu vera búnir að fylla út í færnimatslista að eigin vali (t.d. ABLLS-R, VB-MAPPeða listann úr bókinni Behavioral Intervention for Young Children with Autism, „(gráa bókin“)fyrir að minnsta kosti einn nemanda.

Lýsing á vinnustofu

Vinnustofunni verður skipt upp í tvo daga. Á fyrri deginum verður farið yfir mismunandi færnimatslista og hvernig skal setja upp viðeigandi og mælanleg markmið út frá niðurstöðum færnimatslista. Í lok fyrsta dags fá þátttakendur heimaverkefni sem þeir vinna að fyrir dag tvö. Á seinni deginum verður farið yfir heimaverkefniþátttakenda og hvernig má kenna mismunandi færni með aðferðum atferlisíhlutunar.

Markmið

 • Að þátttakendur þekki til þeirra færnimatslista sem eru notaðir mest í atferlisíhlutun í íslenskum
  leik- og grunnskólum
 • Að þátttakendur læri að velja viðeigandi markmið út frá mati á færni og með óskir skjólstæðingsins
  og/eða fjölskyldunnar að leiðarljósi
 • Að þátttakendur kunni að setja niður mælanleg markmið og geti skilgreint hvernig metið sé að
  færni sé lærð
 • Að þátttakendur geti útskýrt hvernig skuli kenna þá færni sem sett er í einstaklingsnámsskrá og
  hvernig hún verði mæld

Leiðbeinendur á námskeiðinu:
Ása Rún Ingimarsdóttir MSc, BCBA. Atferlisfræðingur í Klettaskóla
Berglind Sveinbjörnsdóttir, PhD, BCBA. Lektor við Háskólann í Reykjavík
Hólmfríður Ó. Arnalds, MSc, BCBA. Atferlisfræðingur á Greiningar- og
Ráðgjafarstöð Ríkisins
Katrín Sveina Björnsdóttir, MSc. Atferlisfræðingur á Greiningar- og
Ráðgjafarstöð Ríkisins
Steinunn Hafsteinsdóttir, MSc, BCBA. Fagstjóri í Arnarskóla

Vinnustofa-Meðferðarúrræði fyrir fólk með ákominn heilaskaða byggt á aðferðum atferlisgreiningar

Þann 26.ágúst nk mun Karl Fannar Gunnarsson vera með vinnustofu sem ber heitið” Meðferðarúrræði fyrir fólk með ákomin heilaskaða byggt á aðferðum atferlisgreiningar”

Vinnustofan verður eins og áður sagði 26.ágúst milli 16:30 til 19:00 en staðsetning verður auglýst síðar.

Karl Fannar Gunnarsson er forstöðumaður Acquired Brain Injury Behavioral Service (ABIBS) í West Park Healthcare Center í Toronto, Canada. Karl Fannar hefur yfirumsjón með klíníska meðferðarúrræðinu á ABIBS sem og að þróa menntunar og rannsóknar tækifæri innan deildarinnar. Karl er að ljúka  doktorsnámi frá Southern Illinois University í Atferlisgreiningu og meðferð. Hann hefur gefið út greinar í ritrýndum tímaritum um spilafíkn, OBM, hvatvísi og heilaskaða, sem og grunnrannsóknir.

Vinnustofan mun í stuttu máli fjalla um leiðir til að greina og vinna með hegðunarbreytingar hjá fólki með ákominn heilaskaða.  Nánari lýsing á vinnustofunni er hér fyrir neðan á ensku. Karl Fannar mun flytja vinnustofuna á ensku en mun svara spurningum á íslensku.

Facebooksíða vinnustofunar

Verð á vinnustofunni er

4500 fyrir meðlimi Satís

5500 fyrir aðra

3000 fyrir nema

Nánari lýsing :

Challenging behaviors of people with ABI occur in response to events or circumstances in the environment. Focusing on altering events or circumstances to where they become less recognizable and problematic should be a standard process for therapists and facilities who do not have the appropriate structured environment to manage severe challenging behaviours. The goal of this workshop is to provide a basic understanding how to isolate these variables and selected approaches on how to change them.

Fyrsta Doktorsvörn á sviði Atferlisgreiningar á Íslandi

Þann 14 desember 2018 varð sá merki áfangi að Kristín Guðmundsdóttir varði doktorsverkefni sitt sem bar heitið; Snemmtæk íhlutun dreifbýlisbarna með fjarþjónustu sérfræðinga: Mat á áhrifum foreldraþjálfunar á færni barns og fjölskyldu (Rural  Behavioral Consultation: An Analysis of the Effects of Caregiver Training via Telehealth on Child and Family Progress), en þetta er fyrsta doktorsvörn á sviði atferlisgreiningar á Íslandi!

Umsjónarkennari og leiðbeinandi Kristínar var dr. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Shahla Alai-Rosales, dósent við Department of Behavior Analysis, University of North Texas. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Lise Roll-Pettersson, prófessor  við Háskólann í Stokkhólmi, og Aksel Tjora, prófessor við NTNU-háskóla, Þrándheimi.

Ágrip af rannsókn

Meginmarkmið þessarar rannsóknar  var  að  meta  með  tilraunasniði  áhrif  þess að  kenna foreldrum dreifbýlisbarna  með  einhverfu, í gegnum fjarfund, gagnreyndar aðferðir atferlisgreiningar til að auka tjáskipta- og félagsfærni barna þeirra í dagsins önn. Að  auki var tilgangur rannsóknarinnar  að  afla ítarlegra upplýsinga frá foreldrunum um gagnsemi þjálfunaraðferðanna og fjarráðgjafarinnar.

Þátttakendur í rannsókninni voru fimm fjölskyldur, þ.e. foreldrar og ung börn þeirra með einhverfu, auk sérkennara eins barnsins. Tilraun  með  einliðasniði  (e.  single-subject  experimental design) var  gerð  til  þess  að  meta  áhrif  fjarþjálfunarinnar  á færni og hegðun þátttakenda.  Íhlutunin   í rannsókninni   fólst   í   íslenskri   útgáfu   af foreldraþjálfun sem nefnist Byrjum sólarmegin (e.  Sunny Starts) og var þróuð við  University  of  North  Texas.  Auk  tilraunasniðsins  var  félagslegt  réttmæti tilraunanna  kannað  með  eigindlegum  viðtölum  við  foreldrana  um  gagnsemi íhlutunarinnar og niðurstöður.

Niðurstöður  rannsóknarinnar sýndu  að  með  þjálfun umönnunaraðilanna  í  gegnum  fjarfund  jókst  kennslufærni  þeirra  sem aftur hafði jákvæð áhrif á tjáskipta- og félagsfærni barnanna. Niðurstöðurnar bæta við og staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna á þessu sviði. Þá lýstu umönnunaraðilarnir breytingum í fari barna sinna sem voru í samræmi við niðurstöður tilraunanna auk þess sem þeir ræddu kosti og galla fjarráðgjafar og kennslu.

Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að foreldraþjálfun í gegnum fjarfund sé vænlegur valkostur fyrir fjölskyldur sem hafa takmarkaðan aðgang  að  gagnreyndri  snemmtækri  íhlutun  í  heimabyggð  og  nauðsynlegri sérfræðiþekkingu á því sviði. Hins vegar er frekari rannsókna þörf.

Um höfund:

Kristín Guðmundsdóttir er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi  frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og  MS-prófi í atferlisgreiningu frá University of North Texas árið 2002. Kristín hlaut sérfræðivottun í atferlisgreiningu (BCBA) árið 2003. Að loknu námi starfaði Kristín við atferlismeðferð einhverfra barna í Texas og hefur sinnt kennslu og ráðgjöf við börn með sérþarfir í íslensku skólakerfi, m.a. við Skólaskrifstofu Austurlands. Kristín er lektor í sálfræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og hefur starfað þar síðan 2006.

 

Við óskum Kristínu innilega til hamingju með þennan merka áfanga og vonumst til að hún geti frætt okkur betur um þessa áhugaverðu rannsókn á kaffihúsafundi eða ráðstefnu Satís í nánari framtíð.

Yfirlýsing Samtaka um Atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS)

 

 

 

3.10.2018

Vegna fyrirlesturs Dr. Dean Adams fyrir deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði og rannsóknarseturs í fötlunarfræðum á Félagsvísindasviði við Háskóla Íslands.

Fólk sem hefur menntað sig í atferlisgreiningu og starfar við það fag á Íslandi (atferlisfræðingar) mæla alltaf gegn og eru á móti notkun hverskonar aðferða sem valda sársauka, óþægindum eða eru á einhvern hátt skaðlegar.

Því miður er það svo að í flestum fögum getur átt sér stað misnotkun á aðferðum, samanber stofnun eins og Judge Rotenberg Center (JRC). Atferlisfræðingar á Íslandi mæla gegn þeirri vinnu sem fer fram á JRC og taka undir gagnrýni á því starfi sem þar fer fram. Þá teljum við mikilvægt að geta þess að vinnan sem fer fram á JRC er á engan hátt lýsandi fyrir störf atferlisfræðinga á Íslandi eða á öðrum Norðurlöndum.

Þau sem vinna við atferlisgreiningu hafa hag skjólstæðinga í hávegum og er það siðferðisleg skylda þeirra að vernda skjólstæðinga frá mögulegum skaða sem kemur vegna lélegrar þekkingar og/eða misnotkunar á aðferðum atferlisgreiningar (sbr. Yfirlýsing frá Association for Behavior Analysis, 1989). Atferlisfræðingar fylgja ströngum siðareglum, hvort sem það eru siðareglur félagsins sem vottar að fólk hafi næga þekkingu og þjálfun í atferlisgreiningu (https://www.bacb.com/ethics/ethics-code/) eða innan þess fags sem þeir vinna, t.d. í sálfræði eða menntunarfræði svo dæmi sé tekið.

Markmið atferlisfræðinga er alltaf að:

 1. nota aðferðir sem eru hvað minnst hamlandi (least intrusive) fyrir skjólstæðinginn og líklegar til þess að bæta lífsgæði hans.
 2. kenna færni sem er mikilvæg fyrir skjólstæðinginn (til dæmis að auka sjálfstæði einstaklings og sjálfræði, kenna tjáningu, veita einstaklingi val, kenna neitun).
 3. bæta umhverfið þannig að það sé líklegt til að leiða af sér umbun en ekki refsingu.
 4. öll þjónusta sé einstaklingsmiðuð.
 5. nýta sannreyndar aðferðir byggðar á ritrýndum rannsóknum þegar setja á upp hverskonar íhlutun/meðferð. Þetta þýðir að hver skjólstæðingur á rétt á íhlutun sem    sýnt hefur verið fram á að beri tilætlaðan árangur og sé hlíft við inngripum sem ekki         bera árangur.
 6. nota aðferðir sem byggjast á styrkingu hegðunar framar öðrum aðferðum.

Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur það starf sem atferlisfræðingar vinna á Íslandi, hvort sem það er að spyrja þau sem hafa menntun og starfa við atferlisgreiningu eða á heimasíðu félagsins www.atferli.is.

 

Fyrir hönd stjórnar SATÍS

 

 

 

 

 

Þessi yfirlýsing var samþykkt af stjórn SATÍS 3. október, 2018.

Í stjórn SATÍS sitja:

Berglind Sveinbjörnsdóttir, PhD, BCBA, formaður

Steinunn Hafsteinsdóttir, MSc, BCBA, gjaldkeri

Katrín Sveina Björnsdóttir, MSc, ritari

Ása Rún Ingimarsdóttir, MSc, BCBA, meðstjórnandi

Hólmfríður Ósk Arnalds, MSc, BCBA, meðstjórnandi

Ráðstefna SATÍS 2018

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda í fimmta skiptið ráðstefnu um atferlisgreiningu. Í þetta skiptið fer hún fram á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 1. nóvember og föstudaginn 2. nóvember 2018. Ráðstefnan er einn og hálfur dagur.

Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru Dr. Greg Hanley og Dr. Pat Friman gestafyrirlesarar. Þeir eru báðir virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar

Dr. Friman

Megin áhersla Dr. Friman hefur verið á sviði barnalækninga og lyflækninga (behavioral pediatrics og behavioral medicine) og hefur hann gefið út yfir 180 vísindagreinar, skrifað bókakafla og bækur tengdar efninu. Dr. Friman hefur lagt mikla áherslu á að brúa bilið á milli grunnheilbrigðisþjónustu barna og geðheilbrigðisþjónustu. Í dag gegnir hann stöðu sérfræðings við Boys Town stofnunina í Nebraska.

 

 

Dr. Hanley

 

Dr. Hanley hefur birt fjöldamargar greinar og hafa rannsóknir hans og klínískt starf einkum beinst að því hvernig meta eigi hegðunarvanda og kenna börnum mikilvæga færni. Að auki leggur Dr. Hanley mikla áherslu á að þróa aðferðir sem miða að því að fyrirbyggja alvarleg hegðunarvandamál, bæði í rannsóknum og klínísku starfi.

Skráning er hafin og nú þegar hafa yfir 50 mann skráð sig en hægt er að skrá sig hér

Dagskrána nálgast hér : Dagskrá Á Prentvænu formi

Ráðstefnugjald er 21.500 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.500 kr. Möguleiki er á að gerast félagsmaður á skráningarsíðu og greiða félagsgjald og fá þá félagsafsláttinn.  Verð fyrir nema er 6500.

Ráðstefnan er Facebook síðu með sem verður lifandi fram að Ráðstefnu og þar munum við birta úrdrátt úr erindum og skemmtilega upplýsingar um fyrirlesara.

Ráðstefnunefnd hvetur ykkur öll til að mæta á þessa stórglæsilegu Ráðstefnu.

 

 

 

Top