Nám í atferlisgreiningu

Nám í atferlisgreiningu

Framhaldsnám í atferlisgreiningu er í boði víða í Bandaríkjunum, á nokkrum stöðum á Bretlandseyjum, og einnig á örfáum stöðum utan hins enskumælandi heims.

Þar sem atferlisgreining er kennd er hún oft í boði sem sérstök námsbraut (program) til Ph.D og/eða M.A./M.S. gráðu. Slíkar námsbrautir er algengast að finna í sálfræðideildum háskóla, en sums staðar tengjast þær öðrum háskóladeildum, t.d. kennslufræða- eða sérkennslufræðadeildum, hæfingar- eða endurhæfingarfræðadeildum, eða jafnvel sérstökum deildum í atferlisgreiningu. Innan flestra námsbrauta í atferlisgreiningu er hægt að leggja stund á nám í hagnýtri atferlisgreiningu (applied behavior analysis) eða grunnrannsóknum í atferlisgreiningu (experimental analysis of behavior). Innan sumra stærri námsbrauta og deilda er þó hvoru tveggja í boði og leggja þá nemendur mismikla áherslu á hagnýtingu og grunnrannsóknir eftir því hverjir leiðbeinendur þeirra eru og hvert helsta áhugasvið þeirra er.

Fyrir utan sérstakar námsbrautir í atferlisgreiningu eru víða námsbrautir í öðrum greinum (s.s. tilraunasálfræði, vinnusálfræði og klínískri sálfræði) þar sem nemendur leggja megináherslu á annað hvort hagnýtingu atferlisgreiningar eða grunnrannsóknir í atferlisgreiningu.

Algengast er að nemendur í framhaldsnámi hafi lagt stund á grunnnám (B.A. eða B.S.) í sálfræði, en einnig eru dæmi um nemendur með annars konar bakgrunn,  til dæmis í kennslufræði, þroskaþjálfun, talmeinafræði eða viðskiptafræði. Meistaranám getur tekið frá einu ári upp í þrjú ár, en algengt er að það taki tvö ár. Doktorsnám er hægt að hefja strax að loknu grunnháskólanámi eða eftir að meistaranámi er lokið. Nemendur sem hefja doktorsnám strax að loknu grunnháskólanámi ljúka oftast einnig meistaragráðu meðan á námi stendur, en það er þó ekki algilt. Doktorsnám tekur að minnsta kosti fjögur til fimm ár að loknu grunnháskólanámi, eða tvö til þrjú ár að loknu meistaranámi, en það getur þó tekið lengri tíma.

Til að komast inn í framhaldsnám er nauðsynlegt að hafa góðar einkunnir úr grunnháskólanámi og góð meðmæli. Einnig er reynsla af rannsóknum í atferlisgreiningu eða hagnýtri atferlisgreiningu æskileg. Í Bandaríkjunum er þess yfirleitt krafist að nemendur hafi lokið GRE og TOEFL prófunum. Þó ber að athuga að margar brautir gera fremur litlar lágmarkskröfur til útkomu á GRE og leggja þeim mun meiri áherslu á meðmæli, fyrri námsárangur og reynslu.

Nemendur sem hyggja á meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu ættu að ganga úr skugga um að nægur fjöldi námskeiða innan námsbrautarinnar uppfylli kröfur BACB þannig að nemendur öðlist réttindi til að sitja BCBA prófið  að námi loknu (www.bacb.com). BACB sérfræðivottun skiptir máli varðandi atvinnuhorfur bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi, og gæti átt eftir að skipta  máli á Íslandi í framtíðinni.  Einnig skiptir miklu máli að námsbrautin sé viðurkennd af ABA (Association for Behavior Analysis), þ.e. sé ‘ABA accredited’. ABA hefur sett ákveðin viðmið varðandi gæði í framhaldsnámi í atferlisgreiningu sem námsbrautir þurfa að uppfylla á nokkurra ára fresti vilji þær standast kröfur ABA.

Á heimasíðu Association for Behavior Analysis er leitarvél þar sem hægt er að leita að framhaldsnámi í atferlisgreiningu eftir löndum og ríkjum.  Þá hefur Zuilma Gabríela Sigurðardóttir dósent við HÍ tekið saman gagnabanka um framhaldsnám í atferlisgreiningu, þar er að finna frekari upplýsingar um nokkra helstu skólana ásamt ýmsum hagnýtum upplýsingum varðandi umsóknarferli o.fl.

Að auki eru hér að neðan tenglar inn á síður ýmissa námsbrauta í atferlisgreiningu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Listinn er ekki tæmandi, og þiggjum við með þökkum ábendingar um nám sem ekki er á listanum eða leiðréttingar á þeim upplýsingum sem hér koma fram.

 Nám í Bandaríkjunum

 • Doktorsnám: Námsbrautir í atferlisgreiningu
 • Doktorsnám: Aðrar námsbrautir sem bjóða upp á áherslu á atferlisgreiningu
 • Mastersnám: Námsbrautir í atferlisgreiningu
 • Mastersnám: Aðrar námsbrautir sem bjóða upp á áherslu á atferlisgreiningu

Nám í Evrópu

 •  Bretland
 •  Írland
 •  Noregur

Doktorsnám í Bandaríkjunum: Námsbrautir í atferlisgreiningu

 •  Columbia University Teachers College (New York, NY)
 •  Ph.D in Special Education (námsbraut: Applied Behavior Analysis)
 •  Queens College City University of New York (New York, NY)
 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Learning Processes)
 •  Ohio State University (Columbus, OH)
 •  Ph.D in Special Education (námsbraut: Applied Behavior Analysis)
 •  Southern Illinois University at Carbondale (Carbondale, IL)
 •  Ph.D in Rehabilitation (námsbraut: Behavior Analysis and Therapy)
 •  University of Florida (Gainesville, FL)
 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)
 •  University of Kansas (Lawrence, KS)
 •  Ph.D in Behavioral Psychology
 •  University of Nevada, Reno (Reno, NV)
 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)
 •  West Virginia University (Morgantown, WV)
 •  Ph.D in Psyhcology (námsbraut: Behavior Analysis)
 •  Western Michigan University (Kalamazoo, MI)
 •  Ph.D in Psychology  (námsbraut: Behavior Analysis)

Doktorsnám í Bandaríkjunum: Aðrar námsbrautir sem bjóða upp á áherslu á atferlisgreiningu

 Auburn University (Auburn, AL)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Experimental Psychology; Industrial/Organizational Psychology)

Eastern Michigan University (Ypsilanti, MI)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Clinical Psychology/Behavioral Track)

Louisiana State University (Baton Rouge, LA)

 •  Ph.D in School Psychology

Temple University (Philadelphia, PA)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Brain, Behavior and Cognition – Behavior Analysis Specialization)

University of California San Diego (La Jolla, CA)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Experimental Psychology/Behavior Analysis emphasis)

University of North Dakota (Grand Forks, ND)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Experimental Psychology/Experimental Analysis of Behavior emphasis)

University of Wisconsin, Milwaukee (Milwaukee, WI)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Experimental Psychology/Behavior Analysis concentration)

Utah State University (Logan, UT)

 •  Ph.D in Special Education & Rehabilitation

Washington State University (Pullman, WA)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Experimental Psychology)

West Virginia University (Morgantown, WV)

 •  Ph.D in Psyhcology (námsbraut: Clinical Child Psychology/Clinical Psychology – Behavior Analysis specialization)

Western Michigan University (Kalamazoo, MI)

 •  Ph.D in Psychology (námsbraut: Clinical Psychology)

 

 Mastersnám í Bandaríkjunum: Námsbrautir og deildir í atferlisgreiningu

California State University, Fresno (Fresno, CA)

 •  M.A. in Psychology (Applied Behavior Analysis track)

California State University, Stanislaus (Stanislaus, CA)

 •  M.S. in Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)

Columbia University Teachers College (New York, NY)

 •  M.A. in Special Education (námsbraut: Applied Behavior Analysis)

Florida Institute of Technology (Melbourne, FL)

 •  M.S. in Applied Behavior Analysis

Florida International University (Miami, FL)

 •  M.S. in Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)

Florida State University – Panama City Campus (Panama City, FL)

 •  M.A. in Psychology (námsbraut: Applied Behavior Analysis)

Northeastern University (Norwood, MA)

 •  M.A. in Applied Behavior Analysis

Southern Illinois University (Carbondale, IL)

 •  M.S. in Behavior Analysis & Therapy)

St. Cloud State University (St. Cloud, MN)

 •  M.S. in Applied Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)

University of Kansas (Lawrence, KS)

 •  M.A. in Applied Behavioral Science

University of Maryland Baltimore County

 •  M.A. in Psychology (námsbraut: Human Services Psychology/Applied Behavior Analysis track)

University of Nevada, Reno (Reno, NV)

 •  M.A. in Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)

University of North Texas (Denton, TX)

 •  M.S. in Behavior Analysis (Deild í atferlisgreiningu: Department of Behavior Analysis)

University of the Pacific (Stockton, CA)

 •  M.A. in Psychology (Applied Behavior Analysis track)

University of Wisconsin, Milwaukee (Milwaukee, WI)

 •  M.S. in Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)

Vanderbilt University (Nashville, TN)

 •  Ph.D in Special Education

Western Michigan University (Kalamazoo, MI)

 •  M.A. in Psychology (námsbraut: Behavior Analysis)

 

 Mastersnám í Bandaríkjunum: Aðrar námsbrautir sem bjóða upp á áherslu á atferlisgreiningu

Auburn University (Auburn, AL)

 •  M.S. in Psychology (Applied Behavior Analysis in Developmental Disabilities concentration)

California State University, Los Angeles (Los Angeles, CA)

 •  M.S. in Psychology (Applied Behavior Analysis program option)

Chicago School of Professional Psychology (Chicago, IL)

 •  M.A. in Psychology (námsbraut: Clinical Psychology/Applied Behavior Analysis Sspecialization)

Eastern Michigan University (Ypsilanti, MI)

 •  M.S. in Clinical Behavioral Psychology

Gonzaga University (Spokane, WA)

 •  M.Ed in Special Education

North Dakota State University (Fargo, ND)

 •  M.S. in Psychology (námsbraut: Clinical Psychology/Behavior analysis in Developmental Disabilities subarea)

Queens College City University of New York (New York, NY)

 •  M.A. in Psychology (námsbraut: General)

University of Houston – Clear Lake (Houston, TX)

 •  M.A. in Behavioral Science (námsbraut: Psychology/Applied Behavior Analysis subplan)

Vanderbilt University (Nashville, TN)

 •  M.Ed. in Special Education

Western Michigan University (Kalamazoo, MI)

 •  M.A. in Psychology (námsbraut: Industrial/Organizational Psychology)

 

 Bretland:

University of Kent at Canterbury

 •  M.Sc., Analysis and Intervention in Learning Disabilities

University of Wales, Bangor

 •  M.Sc. in Applied Behaviour Analysis

University of Wales, Swansea

 •  M.Sc. in Behaviour Analysis

 Írland:

National University of Ireland, Galway

 •  M.Litt og Ph.D –  Áhersla á atferlisgreiningu bundin við ákveðna kennara

National University of Ireland, Maynooth

 •  M.Litt og Ph.D  – Áhersla á atferlisgreiningu bundin við ákveðna kennara

Noregur:

Høgskolen i Akershus

 •  M.S.: Læring i komplekse systemer/Experimentell og anvendt atferdsanalyse