Ráðstefna SATÍS 2018

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda í fimmta skiptið ráðstefnu um atferlisgreiningu. Í þetta skiptið fer hún fram á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 1. nóvember og föstudaginn 2. nóvember 2018. Ráðstefnan er einn og hálfur dagur.

Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru Dr. Greg Hanley og Dr. Pat Friman gestafyrirlesarar. Þeir eru báðir virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar

Dr. Friman

Megin áhersla Dr. Friman hefur verið á sviði barnalækninga og lyflækninga (behavioral pediatrics og behavioral medicine) og hefur hann gefið út yfir 180 vísindagreinar, skrifað bókakafla og bækur tengdar efninu. Dr. Friman hefur lagt mikla áherslu á að brúa bilið á milli grunnheilbrigðisþjónustu barna og geðheilbrigðisþjónustu. Í dag gegnir hann stöðu sérfræðings við Boys Town stofnunina í Nebraska.

 

 

Dr. Hanley

 

Dr. Hanley hefur birt fjöldamargar greinar og hafa rannsóknir hans og klínískt starf einkum beinst að því hvernig meta eigi hegðunarvanda og kenna börnum mikilvæga færni. Að auki leggur Dr. Hanley mikla áherslu á að þróa aðferðir sem miða að því að fyrirbyggja alvarleg hegðunarvandamál, bæði í rannsóknum og klínísku starfi.

Skráning er hafin og nú þegar hafa yfir 50 mann skráð sig en hægt er að skrá sig hér

Dagskrána nálgast hér : Dagskrá Á Prentvænu formi

Ráðstefnugjald er 21.500 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.500 kr. Möguleiki er á að gerast félagsmaður á skráningarsíðu og greiða félagsgjald og fá þá félagsafsláttinn.  Verð fyrir nema er 6500.

Ráðstefnan er Facebook síðu með sem verður lifandi fram að Ráðstefnu og þar munum við birta úrdrátt úr erindum og skemmtilega upplýsingar um fyrirlesara.

Ráðstefnunefnd hvetur ykkur öll til að mæta á þessa stórglæsilegu Ráðstefnu.