Aðalfundur SATÍS 2018

Sæl verið þið,

Aðalfundur SATÍS verður haldinn þann 16.maí 2017 kl. 17:00 á Café Meskí.

Dagskrá aðalfundar:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
2. Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
5. Lagabreytingar kynntar og kosið um þær
6. Stjórnarkjör
7. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
8. Áætlun um störf næsta árs.
9. Önnur mál.

Ása Rún Ingimarsdóttir og Hólmfríður Ósk Arnalsds munu ljúka sinni stjórnarsetu á næsta aðalfundi og því kallar stjórn eftir framboðum í nýja stjórn. Framboðs má senda á satis.felag@gmail.com.

Einnig vill stjórn minna á að ársgjald hefur verið sent í heimabanka félagsmanna núna 1 april. Hvetjum alla til að ganga frá greiðslu sem fyrst. Ef einhverjir fengu ekki rukkun endilega látið okkur vita og við förum í málið.

Sjáumst Hress þann 16. maí.

kv
Stjórnin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*