Nánari lýsinig á vinnustofum Dr. Toussaint

Mánudaginn 18 september næst komandi verða tvær vinnustofur með Dr. Karen Toussaint í Gerðubergi

Fyrri vinnustofan er frá 8:30-11:30 og sú seinni frá 12:30-15:30

Vinnustofurnar eru ætlaðar Starfsmönnum í skóla og leikskóla og öllum þeim sem starfa við skipulagningu og framkvæmd kennslu barna og einstaklinga með frávik í þroska.

 

download (1)

Dr. Karen Toussant BCBA-D

Dr. Karen Toussaint BCBA-D

 

Karen Toussaint, Ph.D., BCBA-D er lektor í atferlisgreiningu við University of North Texas. Hún er með doktorsgráðu í skólasálfræði með áherslu á atferlisgreiningu frá Louisiana State University og hefur starfað með börnum með þroskafrávik í fjölda ára. Dr. Toussaint stýrir nú íhlutun barna með einhverfu í UNT Kristin Farmer Autism Center í Texas og sérhæfir sig í máltöku og meðferð alvarlegs hegðunarvanda. Dr. Toussaint hefur birt rannsóknir sínar í virtum vísindatímaritum eins og Journal of Applied Behavior Analysis (JABA) og Behavior Analysis in Practice.

 

 

 

Hér má sjá nánari lýsingu á báðum vinnustofunum.

8:30-11:30 Áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar
• Leiðir til að bera kennsl á, meta og breyta styrkingarskilmálum sem liggja að baki algengum hegðunarerfiðleikum
• Aðferðir til að kenna tjáskipti út frá virkni hegðunar
• Mikilvægi þess að draga úr styrkingu í kjölfar tjáskiptaþjálfunar
• Mismunandi aðferðir til að kenna einstaklingum að þola þegar dregið er úr styrkingu í kjölfar tjáskiptaþjálfunar.

12:30-15:30 Kennsla félagslegrar hegðunar til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun
• Hvernig hægt er að beita kennsluaðferðum atferlisgreiningar í daglegu umhverfi barnsins
• Atriði sem algengt er að gleymist þegar styrkingarkerfi eru útbúin fyrir kennslu
• Leiðir til að haga námsumhverfi barnsins þannig að það ýti undir tækifæri til náms allan skóladaginn

download (1)

 

Verð á vinnustofurnar

Verð fyrir meðlimi SATÍS

Ein vinnustofa: 9.000 kr.      Báðar vinnustofur: 15.000 kr.

Verð fyrir aðila sem eru ekki skráðir í SATÍS:

Ein vinnustofa: 13.000 kr.    Báðar vinnustofur: 21.000 kr.

Verð fyrir námsmenn og eldri borgara:

Ein vinnustofa: 3.500 kr. Báðar vinnustofur: 6.000 kr.

*Innifalið í verðinu eru námskeiðsgögn og veitingar í kaffihléum.