Lokað fyrir skráningu

Nú er orðið fullbókað á ráðstefnuna og lokað hefur verið fyrir skráningu. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst á satis.felag@gmail.com.

Um 100 þátttakendur verða á ráðstefnunni og verður þetta stærsta ráðstefna SATÍS til þessa. Við hlökkum mikið til að hlusta á alla fyrirlesarana og eiga í samræðum við bæði sérfræðinga á sviði atferlisgreiningar og áhugafólk um greinina. Sjáumst fimmtudaginn 3. nóvember í Nauthól. Húsið opnar kl. 11:00 og ráðstefnan verður sett kl. 12:00. Við minnum á að dagskrána má nálgast neðar á síðunni.