noncontingent reinforcement

« Back to Glossary Index

Íslenskt heiti:
athafnaóákvædd styrking

Íslensk samheiti:
slembistyrking

Skýringar:
Styrking sem innist án þess að kveðið sé á um að markhegðunin hafi átt sér stað fyrst. Hún er óháð hegðuninni, getur fylgt hvaða athöfn sem í gangi er og aukið tíðni hennar.

Dæmi:
Rotta vinnur undir breytilegum tímahætti (VT) og ýtir á hægri slá í tveggja sláa búri. Hún skiptir yfir og ýtir á hina slána. Fyrir tilviljun innist næsta styrking strax í kjölfarið. Rottan heldur sig nú á vinstri slá þótt ekkert orsakasamband sé milli sláarýtinga og styrkinga.

Sjá einnig:
Accidental reinforcement, adventitious reinforcement, spurious reinforcement, superstition.

« Back to Glossary Index