multiple-baseline across subjects

« Back to Glossary Index

Íslenskt heiti:
þátttakendaskipt grunnskeið

Íslensk samheiti:
þátttakendaþætt grunnskeið

Skýringar:
Rannsóknasnið þar sem aðstæður og afleiðingar haldast óbreyttar og hlutast er til um sömu markhegðun hjá mörgum þátttakendum, einum á eftir öðrum. Sambærilegra gagna er aflað hjá öllum á þjálfunar- og grunnskeiðum.

Dæmi:
1. þátttakandi er settur í þjálfunaraðstæður meðan 2. og 3. þátttakandi er á grunnskeiði án íhlutunar. Síðan er 2. þátttakandi einnig settur í þjálfunaraðstæður, en 3. þátttakandi er enn á grunnskeiði. Að lokum er 3. þátttakandi einnig settur í þjálfunaraðstæðurnar.

Sjá einnig:
Multiple baseline accross behaviors, multiple baseline accross stimulus conditions, multiple baseline accross subjects.

« Back to Glossary Index