Aðalfundur Samtaka um atferlisgreiningu

Aðalundur var haldinn þann 21.maí síðastliðinn.

Helgi S. Karlsson lét af embætti gjaldkera og tók Asa Run Ingimarsdottir við þeirri stöðu.
Gyða Dögg Einarsdóttir er áfram ritari og Bára Kolbrún Gylfadóttir er áfram formaður.

Við í stjórn höfum sett okkur þessi markmið fyrir næsta ár:

-Að hafa ráðstefnu annað hvort ár og minni erindi eins og vinnustofur og fyrirlestra þess á milli.

-Að hafa viðburð á vegum SATÍS í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Miðað er við að hafa viðburði fjórða hvers mánaðar.

-Pælingin er að hafa ódýrara inn á viðburði, jafnvel í sumum tilfellum frítt fyrir félagsmenn.

-Áætlað er að gefa Orðasafn út á árinu og tengja það við atferli.is. Í leiðinni verður atferli.is uppfært.

Þið sem ekki eruð meðlimir en viljið prófa eða þið sem hafið dottið út um tíma en viljið gerast félagsmenn aftur – sendið okkur póst á felag.satis@gmail.com og við sendum ykkur reikning í heimabanka. Félagsgjöld eru 3500kr en 1750kr fyrir nema

Við þökkum Helga kærlega fyrir vinnu sína í stjórn SATÍS. 

Við í stjórn sendum nú félagsmönnum fundargerð aðalfundar og viðeigandi fylgiskjöl á póstlista SATÍS. Ef þú ert í félaginu en fékkst ekki póst, láttu vita með því að senda okkur póst á felag.satis@gmail.com.

Kær kveðja,
Stjórn SATÍS