Samkoma á föstudag

Kæru félagar SATÍS,

Núna á föstudaginn, 11. október, ætlum við að hittast á Lebowski bar. Allir félagar eru hvattir til að koma.

Við ætlum að taka kvöldið snemma, hittast kl 20:00 og taka fyrsta korterið í að deila út verkefnum á þá sem vilja og geta verið með í að undirbúa næstu ráðstefnu. Drykkur í boði fyrir þá sem mæta fyrsta korterið 😉

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin

Kaffihúsafundur helgina 20-21 júlí 2013 – nánar tilkynnt síðar!

Endilega fylgist vel með tilkynningum á næstunni, það verður sérlega áhugaverður kaffihúsafundur helgian 20-21 júlí og hvetjum við alla til þess að taka þá daga frá.

Nánari tímasetning, efnistök og staðsetning verða kynnt síðar

Stay tuned!

kveðja

Stjórnin

Aðalfundur SATÍS 2013

Stjórn SATÍS boðar til níunda aðalfundar félagsins miðvikudaginn 22. maí 2013, kl 17:00 í húsnæði HÍ að Aragötu 14.

Dagskrá:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
2. Gjaldkeri gerir glögga grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
5. Engar tillögur um lagabreytingar hafa borist og fellur þessi liður því niður.
6. Stjórnarkjör. Óskað er eftir framboð til gjaldkera félagsins en Sigurður Viðar mun láta af embætti.
7. Kosning umsjónarmanns kosninga.
8. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
9. Áætlun um störf næsta árs.
10. Önnur mál: m.a., skýrsla Orðabókarnefndar, komandi ráðstefna og kosning á vefstjóra.

Samkvæmt lögum SATÍS hafa félagsmenn aðeins kosningarétt og fundarseturétt hafi þeir greitt árgjaldið fyrir tilsettan fund (8. Grein – b. Liður). Rukkun fyrir þau gjöld er komin í innheimtu og er komin í heimabanka félagsmanna eða kemur á næstu dögum.

þeir sem ekki fá ekki rukkun inn á heimabankann sinn en vilja vera félagar eru vinsamlega beðnir að senda póst á satis.felag@gmail.com með ósk um að gerast félagi

Félagsfundur SATÍS þann 3.apríl næstkomandi

Kæru SATÍS félagar, nú er komið að næsta félagsfundi hjá okkur í félaginu.

Hann verður þann 3.apríl næstkomandi að Hlíðarsmára 6 í Kópavogi, Jóhanna Ella býður á Hugtaksheimilið  klukkan 20:00.

Fundarefnin verða eftirfarandi:

-Heimasíðan og pistlar

-Ráðstefnumál

-Fréttir af orðasafni

-Önnur málefni

Endilega mætum sem flest. 

 

Kær kveðja

Stjórnin

180262_10150864763858026_582121914_n

 

Ný heimasíða í loftið!

Það gleður okkur að kynna inn nýja og flotta heimasíðu SATÍS félagsins. Nú fer hún formlega í loftið á næst síðasta degi ársins 2012 og verður vonandi góð byrjun á nýju ári félagsins þar sem við getum vera enn virkari á almennum vettvangi.

Á þessari síðu verða birtir pistlar eftir félagsmenn sem og aðra áhugasama sem vilja senda inn efni sem tengist atferlisgreiningu. Einnig verða fréttir og aðrar tilkynningar birtar hér sem og á facebook síðu félagsins.

Ný fan-facebook síða fór í loftið fyrir stuttu síðan og hvetjum við félagsmenn og aðra áhugasama að deila henni og kynna fyrir öðru áhugasömu fólki um atferlisgreiningu.

Njótið nýju síðunnar kæru SATIS  félagar og endilega sendi okkur athugasemdir, efni eða fyrirspurnir á satis.felag@gmail.com

kær kveðja

STJÓRNIN

cartoonrat

 

Fundur og fleira

Stjórn SATÍS boðar til áttunda aðalfundar félagsins mánudaginn 14. maí 2012, kl 17:00 að Aragötu 14, 101 Reykjavík.

Dagskrá

  1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári
  2. Gjaldkeri gerir glögga grein fyrir fjárumsvifum samtakanna
  3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar
  4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi
  5. Engar tillögur um lagabreytingar hafa borist og fellur þessi liður því niður.
  6. Stjórnarkjör. Borist hafa framboð til formanns félagsins, Jóhanna Ella Jónsdóttir, og framboð til ritara, Thelma Tryggvadóttir.
  7. Kosning umsjónarmanns kosninga
  8. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Áætlun um störf næsta árs
  10. Önnur mál

Samkvæmt lögum SATÍS hafa félagsmenn aðeins kosningarétt og fundarseturétt hafi þeir greitt árgjaldið fyrir tilsettan fund (8. Grein – b. Liður). Rukkun hefur verið send í heimabanka félagsmanna.

Þeir sem ekki eru félagsmenn en hafa áhuga á að gerast félagar geta sótt um aðild í netfangið satis.felag@gmail.com

Top