Afmæli SATÍS

Þann 14. september síðastliðinn var haldinn afmælisfagnaður í tilefni af 20 ára afmæli félagsins, en félagið var stofnað 15. ágúst 2004. Veislan fór fram í Háskólanum í Reykjavík og mættu í kringum 50 félagar. Formaður félagsins, Karl Fannar Gunnarsson, bauð fólk velkomið. Þá hélt fyrsti formaður félagsins Ragnar S. Ragnarsson tölu og sagði frá aðdraganda stofnunar samtakanna og upphafsárunum. Ragna Guðfinna Maríudóttir kom svo á eftir Ragnari með sjónarhorn nema á þróunina sem hefur átt sér stað.

Eftir að formlegri dagskrá lauk nutu gestir veitinganna, spjölluðu saman um gamla tíð og skipulögðu ný verkefni.

Við hlökkum til að fylgjast með þróun félagsins næstu árin, þar sem margir ungir og efnilegir atferlisfræðingar eru að stöðugt að bætast í frábæra hópinn okkar.

Við þökkum öllum fyrir komuna og fyrir að gleðjast með okkur á þessum tímamótum.

Scroll to Top