Aðalfundur SATÍS – Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 19:30–21:00

Kæru félagsmenn SATÍS,

Hér með er boðað til aðalfundar Samtaka atferlisfræðinga á Íslandi (SATÍS) sem verður haldinn:

Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 19:30–21:00
Staðsetning: Háskólanum í Reykjavík (U203)

Lagabreytingatillögur:

Stjórn óskar eftir tillögum félagsfólks að lagabreytingum og að félagsfólk sendi þær sem fyrst til Ásu Rúnar Ingimarsdóttur á netfangið: asaruningimars@gmail.com

Tilnefningar í stjórn:

Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi stjórnarstöður:

  • Ritari
  • Gjaldkeri
  • Tvær stöður meðstjórnenda

Tilnefningar má senda á netfang stjórnar: satis.felag@gmail.com fyrir 25. nóvember kl. 12:00. Heimilt er að tilnefna sjálfan sig eða annað félagsfólk (með samþykki viðkomandi). Formaður SATÍS veitir nánari upplýsingar um stöðurnar, sé þess óskað (Karl F. Gunnarsson: formadur@atferli.is / sími: 525 4082). Þeir sem eru áhugasamir en óvissir, ekki hika við að hafa samband við formann og ræða málin.

Dagskrá aðalfundar

Samkvæmt lögum SATÍS skulu eftirfarandi mál tekin fyrir á aðalfundi:

  1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
  2. Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
  3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
  4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
  5. Lagabreytingar kynntar og kosið um þær.
  6. Kosning í stjórn og önnur ábyrgðarstörf.
  7. Áætlun um störf næsta árs.
  8. Önnur mál.

Við hvetjum alla félaga til að mæta og taka þátt í mótun og uppbyggingu félagsins.

Kveðja,
Stjórn SATÍS

Scroll to Top