Fagfélag fyrir áhugafólk um atferlisgreiningu, nemendur og fagaðila.
Stofnun og þróun SATÍS
Þann 15. ágúst 2004 voru Samtök áhugafólks um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) stofnuð. Árið 2011 var nafninu breytt í Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi og árið 2022 var félaginu breytt í fagfélag. Samtökin voru upprunalega vettvangur áhugafólks um vöxt og viðgang atferlisgreiningar á Íslandi. Í dag heldur félagið einnig utan um skráningu aðila sem mæta viðmiðum fyrir nám, handleiðslu og endurmenntun.