Ný heimasíða í loftið!

Það gleður okkur að kynna inn nýja og flotta heimasíðu SATÍS félagsins. Nú fer hún formlega í loftið á næst síðasta degi ársins 2012 og verður vonandi góð byrjun á nýju ári félagsins þar sem við getum vera enn virkari á almennum vettvangi.

Á þessari síðu verða birtir pistlar eftir félagsmenn sem og aðra áhugasama sem vilja senda inn efni sem tengist atferlisgreiningu. Einnig verða fréttir og aðrar tilkynningar birtar hér sem og á facebook síðu félagsins.

Ný fan-facebook síða fór í loftið fyrir stuttu síðan og hvetjum við félagsmenn og aðra áhugasama að deila henni og kynna fyrir öðru áhugasömu fólki um atferlisgreiningu.

Njótið nýju síðunnar kæru SATIS  félagar og endilega sendi okkur athugasemdir, efni eða fyrirspurnir á satis.felag@gmail.com

kær kveðja

STJÓRNIN

cartoonrat

 

One comment on “Ný heimasíða í loftið!
  1. Guðríður Adda Ragnarsdóttir says:

    En gaman. Hjartanlega til hamingju öll sömul 🙂