Ný stjórn SATÍS

Sælir félagsmenn,

Ný stjórn hefur tekið við störfum og hana skipa:

Ása Rún Ingimarsdóttir, formaður

Fríða Ósk Arnalds, ritari

Kristín Margrét Arnaldsdóttir, gjaldkeri

Markmið nýrrar stjórnar er að byggja ofan á það góða starf sem fráfarandi stjórn hefur verið að vinna að síðustu tvö árin. Þar á meðal verða mánaðarlegir kaffihúsafundir yfir vetrarmánuðina og verður fyrsti fundur þriðjudaginn 6. september kl 16:30 á Te og Kaffi Hamraborg.

Ráðstefna á vegum SATÍS verður haldin þann 3.-4. nóvember 2016 á Nauthóli. Þema ráðstefnunnar er atferlisgreining í allri sinni mynd og verða bæði gestafyrirlestrar auk innsendra erinda frá félagsmönnum. Auglýsing og dagskrá verða birt á næsta leiti, bæði hér og á Facebook síðu félagsins.

14067429_10153849120934499_7730166667713935307_n