Fundur og fleira

Stjórn SATÍS boðar til áttunda aðalfundar félagsins mánudaginn 14. maí 2012, kl 17:00 að Aragötu 14, 101 Reykjavík.

Dagskrá

  1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári
  2. Gjaldkeri gerir glögga grein fyrir fjárumsvifum samtakanna
  3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar
  4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi
  5. Engar tillögur um lagabreytingar hafa borist og fellur þessi liður því niður.
  6. Stjórnarkjör. Borist hafa framboð til formanns félagsins, Jóhanna Ella Jónsdóttir, og framboð til ritara, Thelma Tryggvadóttir.
  7. Kosning umsjónarmanns kosninga
  8. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Áætlun um störf næsta árs
  10. Önnur mál

Samkvæmt lögum SATÍS hafa félagsmenn aðeins kosningarétt og fundarseturétt hafi þeir greitt árgjaldið fyrir tilsettan fund (8. Grein – b. Liður). Rukkun hefur verið send í heimabanka félagsmanna.

Þeir sem ekki eru félagsmenn en hafa áhuga á að gerast félagar geta sótt um aðild í netfangið satis.felag@gmail.com