Atferlislinsan

Grein sem birtist á hugtak.is

Atferlisgreining hefur verið umdeild í gegnum tíðina, hún hefur átt sér svarna óvini en einnig mjög marga áðdáendur. En hún hefur unnið marga sigra því Atferlisgreining sýnir endurtekið fram á árangur. Ég er einn af þessum aðdáendum. Ég er aðdáandi atferslisgreiningarinnar því aðferðafræðin heillar mig.  Aðferðafræðin byggir á lögmálum hegðunar og er ein af þeim aðferðum innan sálfræðinnar sem á í raun heima innan raunvísindanna. Atferlisgreining er nefnilega vísindi.

 Atferlisgreining skoðar ekki hluti sem sjást ekki, skoðar ekki óáþreifanlega hluti, hún skoðar aðeins það sem er mælanlegt. Hún skoðar það sem hægt er að mæla og ef eitthvað er mælanlegt er líklegt að hægt sé að hafa þar einhver áhrif á. Atferlisgreining eru ekki rottuvísindi ein og sér alveg eins og eðlis- og efnafræði fjalla ekki bara um atóm.  Heldur er byrjað á einfaldari einingum og fært sig svo upp í flóknari. Mannverur eru til að mynda flóknari en rottur. Ekki teljum við læknavísindin rottuvísindi þrátt fyrir endurteknar tilraunir á rottum.

Um leið og fólk prófar atferlislinsuna þá sér það heiminn í nýju ljósi, það skoðar hegðun út frá virkni hennar og reynir að sjá hvaða þættir í umhverfinu eru að hafa áhrif á hana. Þetta er mjög skemmtileg og hagnýt nálgun.

Í vinnutengdu samhengi er þetta til að mynda frammistaða í starfi, þ.e. það sem starfmaður er að gera eða “vinnuhegðun hans” í vinnunni. Tökum frammistöðumat sem dæmi.

Til að geta gert frammistöðumat þarf að vera vel skilgreint hvað telst góð frammistaða og er þá nauðsynlegt að telja til þá verkferla sem um ræðir, þá eiginlegu hegðun sem þarf að gera til að ná árangri í ákveðnum verkefnum. Einnig er litið til umhverfisins, vinnustaðarins, fyrirmæla, afleiðinga, undanfara hegðunar, samstarfsfólks, stjórnanda, verklýsinga og annarra hluta sem gætu haft áhrif á þessa hegðun starfsmannsins annað en bara hans eigin “innri eiginleikar”.

Þetta eru engin “rottuvísindi” hér er aðeins verið að horfa í gegnum atferlislinsu og skoða frammistöðu fyrir það sem hún er, þ.e. HEGÐUN en ekki eitthvað annað. Og hegðun stjórnast að af afleiðingum hennar og undanförum í því umhverfi sem hún kemur fram í.

1hu21_60_60

Ég mæli sterklega með atferslislinsunni, prófaðu bara!

minni_j

Höfundur: Jóhanna Ella Jónsdóttir