Aðalfundur SATÍS og fleira

Kæru meðlimir SATÍS,

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi SATÍS fram yfir sumarfrístímann svo sem flestir geti vonandi mætt. Því miður varð okkur á að halda ekki fundinn núna í maí eins og lög kveða á um og verðum við bara að biðjast innlegrar afsökunar á því. Ef satt skal segja vorum við enn í sæluvímu af yndislega vel heppnaðri ráðstefnu með „verbal behavior“ þema og frábærum vinnusmiðjum og erindum.  Hér eru myndir frá ráðstefnunni.

1016903_10202258569800460_1446639720_n 1463898_10202251792871041_851534550_n 1607111_10202258600681232_1949942447_n 10178117_10202258606001365_1835603365_n 10151889_10202251797431155_732538444_n 10013926_10202258604521328_496555916_n 1979657_10202258617361649_217967053_n

 

 

Núna á næstunni verðum við með þrjá viðburði:

–          Bjórkvöld þann 26. júní á Loftinu. Mæting klukkan 19:00 og eru fyrstu 10 drykkirnir í boði SATÍS

–          Aðalfundur félagsins þann 26. ágúst klukkan 17:00, líklega á Aragötunni þar sem hann var haldinn síðustu tvö skipti. Léttar veitingar verða í boði SATÍS.

– Afmælisviðburður SATÍS þar sem það verður 10 ára í ár – nánar auglýst síðar.

Þar sem kosning mun fara fram á þeim fundi er skynsamlegt fyrir félagsmenn að fara að huga að framboði til formanns og ritara þar sem komið er að stjórnarskiptum. Gjaldkeri situr hinsvegar áfram í stjórn til eins árs í viðbót.

 

Góðar stundir!

Stjórnin