Vinnustofa-Meðferðarúrræði fyrir fólk með ákominn heilaskaða byggt á aðferðum atferlisgreiningar

Þann 26.ágúst nk mun Karl Fannar Gunnarsson vera með vinnustofu sem ber heitið” Meðferðarúrræði fyrir fólk með ákomin heilaskaða byggt á aðferðum atferlisgreiningar”

Vinnustofan verður eins og áður sagði 26.ágúst milli 16:30 til 19:00 en staðsetning verður auglýst síðar.

Karl Fannar Gunnarsson er forstöðumaður Acquired Brain Injury Behavioral Service (ABIBS) í West Park Healthcare Center í Toronto, Canada. Karl Fannar hefur yfirumsjón með klíníska meðferðarúrræðinu á ABIBS sem og að þróa menntunar og rannsóknar tækifæri innan deildarinnar. Karl er að ljúka  doktorsnámi frá Southern Illinois University í Atferlisgreiningu og meðferð. Hann hefur gefið út greinar í ritrýndum tímaritum um spilafíkn, OBM, hvatvísi og heilaskaða, sem og grunnrannsóknir.

Vinnustofan mun í stuttu máli fjalla um leiðir til að greina og vinna með hegðunarbreytingar hjá fólki með ákominn heilaskaða.  Nánari lýsing á vinnustofunni er hér fyrir neðan á ensku. Karl Fannar mun flytja vinnustofuna á ensku en mun svara spurningum á íslensku.

Facebooksíða vinnustofunar

Verð á vinnustofunni er

4500 fyrir meðlimi Satís

5500 fyrir aðra

3000 fyrir nema

Nánari lýsing :

Challenging behaviors of people with ABI occur in response to events or circumstances in the environment. Focusing on altering events or circumstances to where they become less recognizable and problematic should be a standard process for therapists and facilities who do not have the appropriate structured environment to manage severe challenging behaviours. The goal of this workshop is to provide a basic understanding how to isolate these variables and selected approaches on how to change them.

Fyrsta Doktorsvörn á sviði Atferlisgreiningar á Íslandi

Þann 14 desember 2018 varð sá merki áfangi að Kristín Guðmundsdóttir varði doktorsverkefni sitt sem bar heitið; Snemmtæk íhlutun dreifbýlisbarna með fjarþjónustu sérfræðinga: Mat á áhrifum foreldraþjálfunar á færni barns og fjölskyldu (Rural  Behavioral Consultation: An Analysis of the Effects of Caregiver Training via Telehealth on Child and Family Progress), en þetta er fyrsta doktorsvörn á sviði atferlisgreiningar á Íslandi!

Umsjónarkennari og leiðbeinandi Kristínar var dr. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Shahla Alai-Rosales, dósent við Department of Behavior Analysis, University of North Texas. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Lise Roll-Pettersson, prófessor  við Háskólann í Stokkhólmi, og Aksel Tjora, prófessor við NTNU-háskóla, Þrándheimi.

Ágrip af rannsókn

Meginmarkmið þessarar rannsóknar  var  að  meta  með  tilraunasniði  áhrif  þess að  kenna foreldrum dreifbýlisbarna  með  einhverfu, í gegnum fjarfund, gagnreyndar aðferðir atferlisgreiningar til að auka tjáskipta- og félagsfærni barna þeirra í dagsins önn. Að  auki var tilgangur rannsóknarinnar  að  afla ítarlegra upplýsinga frá foreldrunum um gagnsemi þjálfunaraðferðanna og fjarráðgjafarinnar.

Þátttakendur í rannsókninni voru fimm fjölskyldur, þ.e. foreldrar og ung börn þeirra með einhverfu, auk sérkennara eins barnsins. Tilraun  með  einliðasniði  (e.  single-subject  experimental design) var  gerð  til  þess  að  meta  áhrif  fjarþjálfunarinnar  á færni og hegðun þátttakenda.  Íhlutunin   í rannsókninni   fólst   í   íslenskri   útgáfu   af foreldraþjálfun sem nefnist Byrjum sólarmegin (e.  Sunny Starts) og var þróuð við  University  of  North  Texas.  Auk  tilraunasniðsins  var  félagslegt  réttmæti tilraunanna  kannað  með  eigindlegum  viðtölum  við  foreldrana  um  gagnsemi íhlutunarinnar og niðurstöður.

Niðurstöður  rannsóknarinnar sýndu  að  með  þjálfun umönnunaraðilanna  í  gegnum  fjarfund  jókst  kennslufærni  þeirra  sem aftur hafði jákvæð áhrif á tjáskipta- og félagsfærni barnanna. Niðurstöðurnar bæta við og staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna á þessu sviði. Þá lýstu umönnunaraðilarnir breytingum í fari barna sinna sem voru í samræmi við niðurstöður tilraunanna auk þess sem þeir ræddu kosti og galla fjarráðgjafar og kennslu.

Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að foreldraþjálfun í gegnum fjarfund sé vænlegur valkostur fyrir fjölskyldur sem hafa takmarkaðan aðgang  að  gagnreyndri  snemmtækri  íhlutun  í  heimabyggð  og  nauðsynlegri sérfræðiþekkingu á því sviði. Hins vegar er frekari rannsókna þörf.

Um höfund:

Kristín Guðmundsdóttir er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi  frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og  MS-prófi í atferlisgreiningu frá University of North Texas árið 2002. Kristín hlaut sérfræðivottun í atferlisgreiningu (BCBA) árið 2003. Að loknu námi starfaði Kristín við atferlismeðferð einhverfra barna í Texas og hefur sinnt kennslu og ráðgjöf við börn með sérþarfir í íslensku skólakerfi, m.a. við Skólaskrifstofu Austurlands. Kristín er lektor í sálfræði við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og hefur starfað þar síðan 2006.

 

Við óskum Kristínu innilega til hamingju með þennan merka áfanga og vonumst til að hún geti frætt okkur betur um þessa áhugaverðu rannsókn á kaffihúsafundi eða ráðstefnu Satís í nánari framtíð.

Yfirlýsing Samtaka um Atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS)

 

 

 

3.10.2018

Vegna fyrirlesturs Dr. Dean Adams fyrir deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði og rannsóknarseturs í fötlunarfræðum á Félagsvísindasviði við Háskóla Íslands.

Fólk sem hefur menntað sig í atferlisgreiningu og starfar við það fag á Íslandi (atferlisfræðingar) mæla alltaf gegn og eru á móti notkun hverskonar aðferða sem valda sársauka, óþægindum eða eru á einhvern hátt skaðlegar.

Því miður er það svo að í flestum fögum getur átt sér stað misnotkun á aðferðum, samanber stofnun eins og Judge Rotenberg Center (JRC). Atferlisfræðingar á Íslandi mæla gegn þeirri vinnu sem fer fram á JRC og taka undir gagnrýni á því starfi sem þar fer fram. Þá teljum við mikilvægt að geta þess að vinnan sem fer fram á JRC er á engan hátt lýsandi fyrir störf atferlisfræðinga á Íslandi eða á öðrum Norðurlöndum.

Þau sem vinna við atferlisgreiningu hafa hag skjólstæðinga í hávegum og er það siðferðisleg skylda þeirra að vernda skjólstæðinga frá mögulegum skaða sem kemur vegna lélegrar þekkingar og/eða misnotkunar á aðferðum atferlisgreiningar (sbr. Yfirlýsing frá Association for Behavior Analysis, 1989). Atferlisfræðingar fylgja ströngum siðareglum, hvort sem það eru siðareglur félagsins sem vottar að fólk hafi næga þekkingu og þjálfun í atferlisgreiningu (https://www.bacb.com/ethics/ethics-code/) eða innan þess fags sem þeir vinna, t.d. í sálfræði eða menntunarfræði svo dæmi sé tekið.

Markmið atferlisfræðinga er alltaf að:

  1. nota aðferðir sem eru hvað minnst hamlandi (least intrusive) fyrir skjólstæðinginn og líklegar til þess að bæta lífsgæði hans.
  2. kenna færni sem er mikilvæg fyrir skjólstæðinginn (til dæmis að auka sjálfstæði einstaklings og sjálfræði, kenna tjáningu, veita einstaklingi val, kenna neitun).
  3. bæta umhverfið þannig að það sé líklegt til að leiða af sér umbun en ekki refsingu.
  4. öll þjónusta sé einstaklingsmiðuð.
  5. nýta sannreyndar aðferðir byggðar á ritrýndum rannsóknum þegar setja á upp hverskonar íhlutun/meðferð. Þetta þýðir að hver skjólstæðingur á rétt á íhlutun sem    sýnt hefur verið fram á að beri tilætlaðan árangur og sé hlíft við inngripum sem ekki         bera árangur.
  6. nota aðferðir sem byggjast á styrkingu hegðunar framar öðrum aðferðum.

Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur það starf sem atferlisfræðingar vinna á Íslandi, hvort sem það er að spyrja þau sem hafa menntun og starfa við atferlisgreiningu eða á heimasíðu félagsins www.atferli.is.

 

Fyrir hönd stjórnar SATÍS

 

 

 

 

 

Þessi yfirlýsing var samþykkt af stjórn SATÍS 3. október, 2018.

Í stjórn SATÍS sitja:

Berglind Sveinbjörnsdóttir, PhD, BCBA, formaður

Steinunn Hafsteinsdóttir, MSc, BCBA, gjaldkeri

Katrín Sveina Björnsdóttir, MSc, ritari

Ása Rún Ingimarsdóttir, MSc, BCBA, meðstjórnandi

Hólmfríður Ósk Arnalds, MSc, BCBA, meðstjórnandi

Ráðstefna SATÍS 2018

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) halda í fimmta skiptið ráðstefnu um atferlisgreiningu. Í þetta skiptið fer hún fram á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 1. nóvember og föstudaginn 2. nóvember 2018. Ráðstefnan er einn og hálfur dagur.

Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru Dr. Greg Hanley og Dr. Pat Friman gestafyrirlesarar. Þeir eru báðir virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar

Dr. Friman

Megin áhersla Dr. Friman hefur verið á sviði barnalækninga og lyflækninga (behavioral pediatrics og behavioral medicine) og hefur hann gefið út yfir 180 vísindagreinar, skrifað bókakafla og bækur tengdar efninu. Dr. Friman hefur lagt mikla áherslu á að brúa bilið á milli grunnheilbrigðisþjónustu barna og geðheilbrigðisþjónustu. Í dag gegnir hann stöðu sérfræðings við Boys Town stofnunina í Nebraska.

 

 

Dr. Hanley

 

Dr. Hanley hefur birt fjöldamargar greinar og hafa rannsóknir hans og klínískt starf einkum beinst að því hvernig meta eigi hegðunarvanda og kenna börnum mikilvæga færni. Að auki leggur Dr. Hanley mikla áherslu á að þróa aðferðir sem miða að því að fyrirbyggja alvarleg hegðunarvandamál, bæði í rannsóknum og klínísku starfi.

Skráning er hafin og nú þegar hafa yfir 50 mann skráð sig en hægt er að skrá sig hér

Dagskrána nálgast hér : Dagskrá Á Prentvænu formi

Ráðstefnugjald er 21.500 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.500 kr. Möguleiki er á að gerast félagsmaður á skráningarsíðu og greiða félagsgjald og fá þá félagsafsláttinn.  Verð fyrir nema er 6500.

Ráðstefnan er Facebook síðu með sem verður lifandi fram að Ráðstefnu og þar munum við birta úrdrátt úr erindum og skemmtilega upplýsingar um fyrirlesara.

Ráðstefnunefnd hvetur ykkur öll til að mæta á þessa stórglæsilegu Ráðstefnu.

 

 

 

Aðalfundur SATÍS 2018

Sæl verið þið,

Aðalfundur SATÍS verður haldinn þann 16.maí 2017 kl. 17:00 á Café Meskí.

Dagskrá aðalfundar:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
2. Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
5. Lagabreytingar kynntar og kosið um þær
6. Stjórnarkjör
7. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
8. Áætlun um störf næsta árs.
9. Önnur mál.

Ása Rún Ingimarsdóttir og Hólmfríður Ósk Arnalsds munu ljúka sinni stjórnarsetu á næsta aðalfundi og því kallar stjórn eftir framboðum í nýja stjórn. Framboðs má senda á satis.felag@gmail.com.

Einnig vill stjórn minna á að ársgjald hefur verið sent í heimabanka félagsmanna núna 1 april. Hvetjum alla til að ganga frá greiðslu sem fyrst. Ef einhverjir fengu ekki rukkun endilega látið okkur vita og við förum í málið.

Sjáumst Hress þann 16. maí.

kv
Stjórnin.

Nánari lýsinig á vinnustofum Dr. Toussaint

Mánudaginn 18 september næst komandi verða tvær vinnustofur með Dr. Karen Toussaint í Gerðubergi

Fyrri vinnustofan er frá 8:30-11:30 og sú seinni frá 12:30-15:30

Vinnustofurnar eru ætlaðar Starfsmönnum í skóla og leikskóla og öllum þeim sem starfa við skipulagningu og framkvæmd kennslu barna og einstaklinga með frávik í þroska.

 

download (1)

Dr. Karen Toussant BCBA-D

Dr. Karen Toussaint BCBA-D

 

Karen Toussaint, Ph.D., BCBA-D er lektor í atferlisgreiningu við University of North Texas. Hún er með doktorsgráðu í skólasálfræði með áherslu á atferlisgreiningu frá Louisiana State University og hefur starfað með börnum með þroskafrávik í fjölda ára. Dr. Toussaint stýrir nú íhlutun barna með einhverfu í UNT Kristin Farmer Autism Center í Texas og sérhæfir sig í máltöku og meðferð alvarlegs hegðunarvanda. Dr. Toussaint hefur birt rannsóknir sínar í virtum vísindatímaritum eins og Journal of Applied Behavior Analysis (JABA) og Behavior Analysis in Practice.

 

 

 

Hér má sjá nánari lýsingu á báðum vinnustofunum.

8:30-11:30 Áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar
• Leiðir til að bera kennsl á, meta og breyta styrkingarskilmálum sem liggja að baki algengum hegðunarerfiðleikum
• Aðferðir til að kenna tjáskipti út frá virkni hegðunar
• Mikilvægi þess að draga úr styrkingu í kjölfar tjáskiptaþjálfunar
• Mismunandi aðferðir til að kenna einstaklingum að þola þegar dregið er úr styrkingu í kjölfar tjáskiptaþjálfunar.

12:30-15:30 Kennsla félagslegrar hegðunar til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun
• Hvernig hægt er að beita kennsluaðferðum atferlisgreiningar í daglegu umhverfi barnsins
• Atriði sem algengt er að gleymist þegar styrkingarkerfi eru útbúin fyrir kennslu
• Leiðir til að haga námsumhverfi barnsins þannig að það ýti undir tækifæri til náms allan skóladaginn

download (1)

 

Verð á vinnustofurnar

Verð fyrir meðlimi SATÍS

Ein vinnustofa: 9.000 kr.      Báðar vinnustofur: 15.000 kr.

Verð fyrir aðila sem eru ekki skráðir í SATÍS:

Ein vinnustofa: 13.000 kr.    Báðar vinnustofur: 21.000 kr.

Verð fyrir námsmenn og eldri borgara:

Ein vinnustofa: 3.500 kr. Báðar vinnustofur: 6.000 kr.

*Innifalið í verðinu eru námskeiðsgögn og veitingar í kaffihléum.

Vinnustofur Satís: Kennsla tjáskipta í daglegu umhverfi með Dr. Karen Toussaint

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða til tveggja vinnustofa um náttúrlega kennslu.

Fyrirlesari er Dr. Karen Toussaint, BCBA-D.

 

Dr. Karen Toussant BCBA-D
Dr. Karen Toussant BCBA-D

Staðsetning: Menningarmiðstöðin í Gerðubergi. Sjá kort hér

Dagsetning og tími: 18.september 9:00–12:00 og 13:00-16:00

Verð fyrir meðlimi SATÍS

Ein vinnustofa: 9.000 kr.      Báðar vinnustofur: 15.000 kr.

Verð fyrir aðila sem eru ekki skráðir í SATÍS:

Ein vinnustofa: 13.000 kr.    Báðar vinnustofur: 21.000 kr.

Verð fyrir námsmenn og eldri borgara:

Ein vinnustofa: 3.500 kr. Báðar vinnustofur: 6.000 kr.

*Innifalið í verðinu eru námskeiðsgögn og veitingar í kaffihléum.

 

Fyrri vinnustofan 8:30-11:30

Áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar (Effective behavior management soulutions)

Hádegishlé frá 11:30-12:30

Seinni vinnustofan 12:30-15:30

Kennsla félagslegrar hegðunar til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun (Teaching prosocial behaviors to increase skills and prevent behavior problems)

 

Hverjum er vinnustofurnar ætlaðar? Starfsmönnum í skóla og leikskóla og öllum þeim sem starfa við skipulagningu og framkvæmd kennslu barna og einstaklinga með frávik í þroska.

 

Nánari lýsing á vinnustofunum eru væntanlegar á næstu dögum en skráning er hafin

download (1)

Auglýsing á Prentvænu Formi

Aðalfundur

Aðalfundur SATÍS verður haldinn þann 15.maí 2017 kl. 17:00 á Café Meskí.
Dagskrá aðalfundar:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf sín á liðnu ári.
2. Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárumsvifum samtakanna.
3. Skoðaðir reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar.
4. Árgjald ákveðið til eins árs. Árgjald nemenda skal samsvara 50% af almennu árgjaldi.
5. Kjör um gjaldkera.
6. Árleg kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Áætlun um störf næsta árs.
8. Önnur mál.
Kristín Margrét Arnaldsdóttir hefur boðið sig fram til að gegna áfram stöðu gjaldkera. Ef fleiri hafa áhuga á að bjóða sig fram til að gegna þeirri stöðu má hafa samband við stjórn SATÍS (satis.felag@gmail.com).

Lokað fyrir skráningu

Nú er orðið fullbókað á ráðstefnuna og lokað hefur verið fyrir skráningu. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst á satis.felag@gmail.com.

Um 100 þátttakendur verða á ráðstefnunni og verður þetta stærsta ráðstefna SATÍS til þessa. Við hlökkum mikið til að hlusta á alla fyrirlesarana og eiga í samræðum við bæði sérfræðinga á sviði atferlisgreiningar og áhugafólk um greinina. Sjáumst fimmtudaginn 3. nóvember í Nauthól. Húsið opnar kl. 11:00 og ráðstefnan verður sett kl. 12:00. Við minnum á að dagskrána má nálgast neðar á síðunni.

Skráning á ráðstefnu 2016 er í fullum gangi

Skráning á ráðstefnu SATÍS 2016 er í fullum gangi. Um 70 manns hafa þegar skráð sig og enn er tími til að skrá sig en skráningu lýkur á miðnætti 31.oktober.

Ráðstefnan hefst á hádegi á fimmtudeginum og lýkur á föstudagseftirmiðdag. Ráðstefnan hentar öllum þeim sem starfa í leikskóla og grunnskóla sem og öllum þeim sem starfa í sérkennslu eða starfa með einstaklingum með sérþarfir.

 

download (1)

Ráðstefnugjald er 20.000 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.000 kr.(hægt er að skrá sig í félagið um leið og skráð er á ráðstefnuna). Nemar greiða sérstakt nemagjald 8500 kr en framvísa verður vottorði frá nemendaskrá til að fá nemaafslátt. Senda skal vottorðið á satis.felag@gmail.com.  Allar veitingar eru innifaldar í ráðstefnugjaldi.

Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru gestafyrirlesarar, Dr.Bill Ahearn, Dr Einar Ingvarsson og Dr. Jennifer Austin en þau eru öll  virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar (Lesa má meira um þau hér). Auk þeirra prýða fjöldi innsendra erinda og veggspjalda dagskránna.

 

Dagskráin á Prentvænu formi

Frekari upplýsingar og umræður má finna á Fésbókarsíðu ráðstefnunnar

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ráðstefnunefnd SATÍS

Top