Tímarit um atferlisgreiningu

Atferli – Tímarit samtaka um atferlisgreiningu á Íslandi

Ritstjórar

  • Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, Ph.D., Háskóli Íslands
  • Valdimar Sigurðsson, Ph.D., Háskólinn í Reykjavík
  • Jón Grétar Sigurjónsson, BA, National University of Ireland, Galway

Atferli, tímarit Samtaka um atferlisgreiningu á Íslandi var stofnað á fimm ára afmæli félagsins í nóvember 2009. Tilgangur Atferlis er að vera vettvangur fyrir rannsóknir í atferlisgreiningu á íslensku sem og gagnrýna umræðu um kenningar og hugtök í atferlisgreiningu.

Ritstjórnarstefna
Atferli tekur á móti greinum í hagnýtri atferlisgreiningu, klínískri sálfræði, vinnu- og öryggissálfræði, aðferðafræði, heimspeki atferlisgreiningar og sálfræði, grunnrannsóknum í atferlisgreiningu, sögu atferlisgreiningar og ritdóma um íslenskar og erlendar fræði- og kennslubækur. Einnig biður ritstjórn sérstaklega um hugtök og þýðingar á hugtökum atferlisgreiningar á íslensku. Nemendur í atferlisgreiningu, bæði á Íslandi og erlendis, eru sérstaklega hvattir til að senda inn rannsóknargreinar. Í Atferli er eingöngu birt efni sem ekki hefur verið birt annars staða.

Birtingarferli
Höfundar eru vinsamlegast beðnir um að senda greinar inn til ritstjórnar (jonsi@hi.is) sem mun láta höfund/a vita hvort greinarnar fari í ritrýni. Ef greinin er talin hæf til ritrýni er hún send í tvíblinda og nafnlausa ritrýni til tveggja ritrýnenda. Ritrýnendur hafa 6 vikur til að skila áliti og er það álit sent höfundum.
Atferli er veftímarit og greinar munu birtast á vefsíðu tímaritsins um leið og ritrýnisferli er lokið. Með þessu móti er auðvelt fyrir aðra höfunda að svara eða bæta við birtar greinar og fá svar sitt birt í sama tölublaði og upprunalega greinin. Útgáfutími hvers tölublaðs er frá byrjun nóvember til loka október hvert ár.
Höfundar eru beðnir um að fara eftir 5. útgáfu birtingarreglna Bandaríska sálfræðifélagsins (APA). Helstu reglur eru eftirfarandi (þýtt og staðfært frá Behavior and Philosophy):

  • Útdráttur sem er ekki lengri en 200 orð en tekur saman megin inntak greinarinnar og niðurstöður.
  • Útdráttur skal bæði vera á íslensku og ensku.
  • Tiltaka þarf upplýsingar um netföng, símanúmer og aðsetur höfunda greina.
  • Tiltakið lykilhugtök (e. key words) undir útdrætti, ekki færri en þrjú en ekki fleiri en tíu.
  • Heimildir koma á eftir megintexta greinarinnar.
  • Tilvísanir eiga að vera í texta en ekki í neðanmálsgreinum.
  • Myndir og töflur, sem og lýsingar á myndum og töflum, á að setja inn í textann á þeim stöðum sem höfundur    vill að þær komi fyrir. Lýsingar á myndum og töflum eiga að vera í 10 punkta letri. Höfundar eru vinsamlegast beðnir um að vísa til mynda og tafla á sömu blaðsíðu eða rétt áður en mynd eða tafla birtist ef það er mögulegt.
  • Myndir og töflur eiga ekki að fara út fyrir spássíur ritaðs texta.
  • Notið skáletrun ekki undirstrikun.
  • Notið neðanmálsgreinar í hófi. Ef neðanmálsgreinar eru notaðar skulu þær vera í 10 punkta letri.
  • Höfundar bera ábyrgð á því að fá leyfi fyrir myndum og töflum sem og texta sem er lengri en 500 orð.
  • Greinar skulu vera skrifaðar í einum dálki, jafnað beggja megin (e. justified), hliðarspássíur 4,5 cm, spássíur fyrir ofan og neðan texta skulu vera 3,5 cm.

Nánari upplýsingar má finna hér

(2009). Ritstjórnarpistill.

(2009) Þátttaka skjolstadinga

(2009) Áhrif hvatningakerfis

(2012). Áhrif myndbandssýnikennslu.