Skráning á ráðstefnu 2016 er í fullum gangi

Skráning á ráðstefnu SATÍS 2016 er í fullum gangi. Um 70 manns hafa þegar skráð sig og enn er tími til að skrá sig en skráningu lýkur á miðnætti 31.oktober.

Ráðstefnan hefst á hádegi á fimmtudeginum og lýkur á föstudagseftirmiðdag. Ráðstefnan hentar öllum þeim sem starfa í leikskóla og grunnskóla sem og öllum þeim sem starfa í sérkennslu eða starfa með einstaklingum með sérþarfir.

 

download (1)

Ráðstefnugjald er 20.000 kr en SATÍS greiðir niður ráðstefnugjald fyrir félagsmenn og er þeirra gjald 16.000 kr.(hægt er að skrá sig í félagið um leið og skráð er á ráðstefnuna). Nemar greiða sérstakt nemagjald 8500 kr en framvísa verður vottorði frá nemendaskrá til að fá nemaafslátt. Senda skal vottorðið á satis.felag@gmail.com.  Allar veitingar eru innifaldar í ráðstefnugjaldi.

Dagskrá ráðstefnunnar er hin glæsilegasta og eru gestafyrirlesarar, Dr.Bill Ahearn, Dr Einar Ingvarsson og Dr. Jennifer Austin en þau eru öll  virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar (Lesa má meira um þau hér). Auk þeirra prýða fjöldi innsendra erinda og veggspjalda dagskránna.

 

Dagskráin á Prentvænu formi

Frekari upplýsingar og umræður má finna á Fésbókarsíðu ráðstefnunnar

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ráðstefnunefnd SATÍS