Ráðstefna SATÍS

Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi bjóða í fjórða skiptið til ráðstefnu um atferlisgreiningu fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember 2016 í Nauthóli. Gestafyrirlesarar verða þrír virtir fræðimenn á sviði atferlisgreiningar og að auki verður fjöldi innsendra erinda og veggspjalda.

Verð á ráðstefnuna er:

SATÍS meðlimir: 16.000

Almennt verð: 20.000

Nemaverð: 8.500

Innifalið í verðinu er Ráðstefnugjald og allar veitingar meðan ráðstefnu stendur.

download (1)

 

Gestafyrirlesarar verða:

ahearn

Dr. Bill Ahearn hefur starfað við The New England Center for Children frá árinu 1996 og gegnir þar stöðu deildarstjóra rannsókna. Hann er þar að auki aðjúkt í meistara- og doktorsnámi við Western New England University. Árið 2009 hlaut hann viðurkenningu frá American Psychological Association fyrir þrotlaust starf á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar. Rannsóknir Bills hafa meðal annars beinst að félagsþroska barna með einhverfu, máli og máltöku, mati og íhlutun á stegldri hegðun (e. stereotypy), óæskilegri hegðun og fæðuinntökuvanda hjá börnum. Hann hefur birt fjöldann allan af greinum í virtum vísindatímaritum og hefur þar að auki skrifað bækur um kennslu barna með einhverfu og fæðuinntökuvanda. Bill situr í ritnefndum Journal of Applied Behavior Analysis og The Analysis of Verbal Behavior og ritstýrir þar að auki Behavioral Interventions.

Einar_T_Ingvarsson_web Dr. Einar Þór Ingvarsson er rannsóknarprófessor í atferlisgreiningu við University of North Texas og stýrir þjónustu við börn með einhverfu í Child Study Center í Fort Worth, Texas. Einar er með MS-próf í atferlisgreiningu frá University of North Texas og doktorspróf í atferlissálfræði frá University of Kansas. Einar hefur víðtæka reynslu á sviði atferlisíhlutunar fyrir fólk með einhverfu og önnurþroskafrávik og hefur birt fjölda vísindagreina á því sviði. Áhugi hans hefur einkum beinst að snemmtækri atferlisíhlutun, málhegðun, félagsfærni og virknimati og íhlutun vegna óæskilegrar hegðunar. Einar hefur starfað sem aðstoðarritsstjóri Journal of Applied Behavior Analysis (JABA) og The Analysis of Verbal Behavior og situr nú í ritnefnd fjölda annarra virtra vísindarita á sviði atferlisgreiningar og einhverfu. Hann er þar að auki forseti Texas Association for Behavior Analysis (TxABA) og hefur birt yfir 20 greinar í viðurkenndum vísindaritum, einkum í JABA

Jenn Austin

 Dr. Jennifer Austin hefur unnið eftir aðferðum atferlisgreiningar með börnum og kennurum í nær 20 ár. Rannsóknir hennar og klínískt starf hafa einkum beinst að því hvernig má nota mats- og íhlutunaraðferðir atferlisgreiningar í vinnu með ófötluðum börnum og hvernig má aðlaga þær aðferðir til að þær virki sem best í skólastarfi. Hún hefur starfað með fjöldamörgum grunnskólum í Bandaríkjunum og Bretlandi og einbeitt sér sérstaklega að skólum í efnaminni samfélögum. Jennifer er með doktorsgráðu frá Florida State University og kennir nú sálfræði við University of South Wales í Bretlandi þar sem hún stýrir námi í atferlisgreiningu. Hún gegndi áður stöðu formanns UK Society for Behavior Analysis sem og stöðu aðstoðarritstjóra bæði Journal of Applied Behavior Analysis og Behavior Analysis in Practice

Hvetjum alla til þess að skrá sig á þessa glæsilegu ráðstefnu

download (1)