Síðustu misseri

SATÍS hefur brallað ýmislegt síðustu misseri. Við höfum haldið nokkra skemmtilega kaffihúsafundi, þar sem meðlimir hafa fengið tækifæri til að spjalla saman um fræðin og málefni líðandi stundar. Meðal annars hefur verið rætt um síðustu ABAI ráðstefnu, dagleg störf meðlima og fyrirhugaða stofnun nýs grunnskóla fyrir fötluð börn. Kaffihúsafundur 3. feb

Dr. Anna Ingeborg Pétursdóttir hitti félaga í janúar á kaffihúsafundi.

Í september 2015 hélt Kristján Guðmundsson fyrirlesturinn Ástar-haturs samband Skinners og Borings við góðar undirtektir viðstaddra. Ástar haturs samband

Í byrjun janúar 2016 fjölmenntu meðlimir á áramótahitting SATÍS, þar sem boðið var upp á grænmetislasagna góðan félagsskap. Yngsta SATÍS kynslóðin lét sig ekki vanta.

Áramótahittingur

Þann 6. nóvember 2015 var Dr. Helena Lydon með vinnustofu á vegum SATÍS og HR um aðferðir við greiningu og íhlutun fæðu- og svefnvandamála.

Framundan eru vinnustofur 18.apríl 2016 sem auglýstar verða fljótlega. En einnig er hægt að fylgjast með því sem um er að vera hjá SATíS á facebook síðu félagsins https://www.facebook.com/groups/238347172848943/ en það er hægt að bætast í facebook hópinn án þess að vera meðlimur SATÍS. Félagið leggur áherslu á að vera með fræðslu um hagnýta afterlisgreiningu og er það sem um er að vera gjarnan auglýst þar.