Vinnustofa með Einari Ingvarssyni þann 27.apríl 2015 í Gerðubergi.

SATÍS kynnir vinnustofu um kennslu og íhlutun sem miðar að því að auka málnotkun einstaklinga með einhverfu eða aðrar þroskaraskanir:
Einar Þór Ingvarsson, PhD, BCBA-D mun halda vinnustofu um þessa íhlutun
í Gerðubergi þann 27.apríl 2015 kl.13-17.
Sérstök áhersla verður lögð á þá hegðun sem Skinner kallaði „intraverbal“. Undir það hugtak falla til dæmis svör við spurningum og samræður. Sérstök áhersla verður lögð á algengar kennsluaðferðir, áreitisstjórnun, tengsl við aðra málvirkja, yfirfærða og afleidda svörun, og aðferðir til að auka og styðja við hegðun sem hefur þýðingu fyrir bæði einstakling og umhverfi. Einnig verður fjallað um mikilvægi félagslegrar styrkingar til að kenna og viðhalda málnotkun.
Einar Þór er rannsóknarprófessor í atferlisgreiningu við Háskólann í Norður Texas og stýrir þjónustu við börn með einhverfu í Child Study Center í Fort Worth, Texas. Hann er aðstoðarritstjóri Journal of Applied Behavior Analysis og The Analysis of Verbal Behavior. Hann er einnig í ritnefnd tímaritanna The Behavior Analyst og European Journal of Behavior Analysis. Hann er með MS próf í atferlisgreiningu frá Háskólanum í Norður Texas (University of North Texas) og PhD í atferlissálfræði frá Háskólanum í Kansas (University of Kansas).
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á helstu hugtökum í atferlisgreiningu.
Skráning á vinnustofuna: Sendið póst til satis.felag@gmail.com

Verð: 13.900kr
Félagsmenn SATÍS: 8.900kr
Nemar 5.900kr
30% afsláttur á vinnustofuna ef greitt er fyrir 17.apríl.